Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, á von á öðru barni sínu. Halldóra er í sambandi með Kristni Jóni Ólafssyni, verkefnastjóra Snjallborgar hjá Reykjavík.
„Frétt dagsins er af lítillri geimveru á stærð við lime sem vex og dafnar í mestu makindum,“ segir Halldóra í færslu á Facebook þar sem hún birtir þessar skemmtilegu myndir úr sónar.
DV heyrði stuttlega í Halldóru sem meðtók hamingjuóskir en hún á fyrir eina stúlku. Halldóra er komin 12 vikur á leið og er því von á barninu í nóvember. Fóstrið er enn of ungt til að hún viti kyn þess.
Halldóra segist vænta þess að fara í fæðingarorlof í haust en segist samt ekkert vera farin að hugsa út í það ennþá.