fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Mótið verður blásið af á Englandi ef félögin ganga ekki að þessum kröfum

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 6. maí 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórn Boris Johnson, hefur beðið allar stærstu íþróttagreinar landsins um að byrja að undirbúa endurkomu. Ríkisstjórnin vonast til þess að íþróttir fari af stað í byrjun júní, með þessu vilja þau reyna að létta lundina hjá þjóðinni eftir erfiða tíma. Ekki hefur verið spilað í tæpa tvo mánuði vegna kórónuveirunnar.

Áhorfendur fá ekki að mæta á völlinn en vonir standa til um að alli 92 leikirnir verði í beinni útsendingu í ensku úrvalsdeildinni.

Stefnt er að því að hefja æfingar í næstu viku og hefja leik í júní. Deildin verður þá spiluð á sjö vikum og svo kemur viku frí. Ríkisstjórn Boris Johnson mun ákveða á fimmtudag hvernig reglurnar verða á næstu vikum. Það hefur mikil áhrif á hvort eða hvernig deildin á Englandi er fram.

Enska deildin skoðar það alvarlega að spila á hlutlausum völlum, völlum sem tryggja nægt rými fyrir alla og þá sem eru ekki ofan í íbúðar byggð. Einnig þarf að vera einfallt að girða svæðin af svo áhorfendur hópist ekki saman fyrir utan vellina.

Félög í fallbaráttu setja sig á móti því að spilað sé á hlutlausum velli en ef þau gera það, mun það kosta deildina gríðarlega. Mótið verði ekki klárað nema með þeim reglum, ef marka má Richard Bevan. Sá er stjórnarmaður í samtökum þjálfara í enska boltanum.

,,Það verður ekki klárað nema á hlutlausum velli,“ sagði Bevan og sagði ljóst að félögin yrðu að ganga að þessum kröfum, vilji þau klára mótið.

,,Ríkisstjórnin mun greina frá því að spilað verði á hlutlausum velli, þar sem hægt er að halda fjarlægð á milli starfsmanna og leikmanna.“

Félög sem berjast við falldraug vilja spila á heimavelli til að auka möguleika sína á sigri. Kosning um þetta ku fara fram í upphafi næstu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Máni segir erfitt að rýna í stöðuna og að við gætum vel fengið óvænta niðurstöðu

Máni segir erfitt að rýna í stöðuna og að við gætum vel fengið óvænta niðurstöðu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur
433Sport
Í gær

Real Madrid gæti sært Liverpool enn meira næsta sumar

Real Madrid gæti sært Liverpool enn meira næsta sumar
433Sport
Í gær

Myndi forðast það að kaupa leikmann Liverpool – ,,Ég myndi frekar taka Rashford“

Myndi forðast það að kaupa leikmann Liverpool – ,,Ég myndi frekar taka Rashford“
433Sport
Í gær

Máni baunar á yfirvöld: 500 milljóna framkvæmd breyti ekki staðreyndum málsins – „Þetta er engum að kenna nema stjórnmálamönnum“

Máni baunar á yfirvöld: 500 milljóna framkvæmd breyti ekki staðreyndum málsins – „Þetta er engum að kenna nema stjórnmálamönnum“
433Sport
Í gær

Laugardalsvöllur lítur glæsilega út – Myndband

Laugardalsvöllur lítur glæsilega út – Myndband