fbpx
Þriðjudagur 24.júní 2025
433Sport

Máni baunar á yfirvöld: 500 milljóna framkvæmd breyti ekki staðreyndum málsins – „Þetta er engum að kenna nema stjórnmálamönnum“

433
Föstudaginn 16. maí 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorkell Máni Pétursson, umboðsmaður og stjórnarmaður KSÍ, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.

Í þættinum var komið inn á aðstöðumálin í Laugardalnum, en verið er að klára að leggja nýtt hybrid-gras á vallarflötinn þar svo hægt sé að nota hann stærri hluta ársins.

„Þetta lítur mjög vel út. Það er stefnt að því að fyrsti leikurinn verði á móti Frökkum og við þurfum fullan Laugardalsvöll, ögra stelpunum aðeins áður en þær fara á EM,“ sagði Máni í þættinum, en leikur kvennalandsliðsins við Frakka er í byrjun næsta mánaðar.

video
play-sharp-fill

Máni segir þó að nú megi ekki taka augun af boltanum.

„Staðreynd málsins er samt sú að það er frábært að við fengum þessar 500 milljónir til að búa til þetta gras, en vallaraðstaðan hérna er samt til skammar, það er ekki hægt að segja annað. Þetta er engum að kenna nema stjórnmálamönnum. Að það sé ekki hægt að forgangsraða hlutum hérna.

Knattspyrnuhreyfingin á að ganga fyrir í uppbyggingu. Þetta er sú íþrótt sem skilur langstærsta viðskiptaspor eftir af öllum íþróttum á Íslandi. Við búum hér til atvinnumenn sem fara út, búa til tekjur, flytja hérna heim með alla þessa peninga. Við fáum tekjur fyrir Evrópuárangurinn hjá Víkingum, þetta telur í hundruðum milljóna eða jafnvel milljarði.“

Þó fótboltinn sé stærstur megi þó ekki gleyma öðrum sérsamböndum, sem einnig þarf bætta aðstöðu.

„En þetta á ekki bara við um fótboltann, frjálsar íþróttir þurfa betri aðstöðu, handboltinn og körfuboltinn. Það er alveg ótrúlegt hvað er búið að fresta þessu lengi. Hugleysan og vitleysan, svo kemur nýr ráðherra reglulega og skrifar einhverja yfirlýsingu og svo er rosalega vinsælt að taka myndir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Selur hlut sinn og Palace vonast til að fá að vera með

Selur hlut sinn og Palace vonast til að fá að vera með
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stelpurnar okkar héldu utan í dag – Myndir

Stelpurnar okkar héldu utan í dag – Myndir
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stuðningsmenn Manchester United gjörsamlega trylltir eftir að leikmaður liðsins birti þessa mynd

Stuðningsmenn Manchester United gjörsamlega trylltir eftir að leikmaður liðsins birti þessa mynd
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vilja greiða vel fyrir manninn sem fékk leið á Sádí eftir stutta dvöl – Einnig áhugi frá Englandi

Vilja greiða vel fyrir manninn sem fékk leið á Sádí eftir stutta dvöl – Einnig áhugi frá Englandi
433Sport
Í gær

Sjáðu hreint ótrúleg tilþrif í Hafnarfirðinum í dag

Sjáðu hreint ótrúleg tilþrif í Hafnarfirðinum í dag
433Sport
Í gær

Íbúar í litlu samfélagi harmi slegnir í kjölfar fregna um andlát fjölskyldumanns

Íbúar í litlu samfélagi harmi slegnir í kjölfar fregna um andlát fjölskyldumanns
Hide picture