Gunnar Örn Jónsson, fyrrum knattspyrnumaður ræðir ferill sinn í skemmtilegu viðtali við Jóhann Skúla í Draumaliðinu í dag. Gunnar fer yfir feril sinn og velur bestu samherjana.
Jóhann Skúli bað Gunnar einnig um að ræða eftirminnilega erlenda samherja, Gunnar lék lengi vel með Breiðablik og KR og á báðum stöðum var Prince Rajcomar liðsfélagi hans.
Prince er hollenskur framherji sem vakti mikla athygli hér á Íslandi. Í KR var samkeppni um framherjastöðurnar árið 2009 og Prince heillaði ekki marga. ,,Það var mikill pirringur á meðal þeirra, sérstaklega þegar Prince var ekki að spila vel. Eins góður og hann var í fótbolta, þá var synd hvað hann var letur þegar hann vildi það,“ sagði Gunnar þegar hann rifjaði upp veru Prince í Vesturbænum.
,,Það var lítill húmor fyrir bullinu í honum þarna.“
Gunnar sagði frá því að tveir samherjar hans hafi viljað byrja með systur hans. Prince var einn þeirra. „Hann er eftirminnilegur gæi, hann var einn af þeim sem vildi vera með systur minni. Það var ekki alveg í boði, hann var með tvö símkort í símanum sínum,“ sagði Gunnar og hafði gaman af því að rifja þetta upp.
Annar leikmaður sem vildi giftast systur Gunnars kom frá Serbíu. ,,Nenad Zivanovic, hann var ógeðslega góður. Hann vildi alltaf giftast systur minni, ´She is so beautiful, i want to marry her´,“ sagði Gunnar léttur.