fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Pressan

COVID-19 getur haft langvarandi afleiðingar á þá sem smitast

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. maí 2020 15:15

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrra rannsókna benda til að COVID-19 sjúkdómurinn geti haft langvarandi afleiðingar fyrir þá sem smitast af honum. Ýmislegt þykir benda til að hann geti náð langt inn í æðakerfið og jafnvel til heilans.

Telegraph skýrir frá þessu. Fram kemur að sjúkdómurinn geti hugsanlega valdið langvarandi síþreytu hjá sumum. Frá upphafi hafa sjónir manna aðallega beinst að áhrifum sjúkdómsins á öndunarfærin en í nokkrum rannsóknum, sem hafa verið birtar á undanförnum vikum, kemur fram að hann virðist geta náð langt inn í æðakerfið og jafnvel upp í heila.

Harvey Moldofsky, fyrrum prófessor við Toronto háskólann í Kanada, sagði að enn sem komið er séum við á byrjunarreit að skilja hver langtíma áhrif faraldursins eru en það sé ljóst að sjúkdómurinn ráðist ekki bara á lungun.

Hann sagði að miðað við eigin reynslu af Sars þá hafi hann miklar áhyggjur af að skilgreiningin á „að hafa náð sér“ sé of þröng varðandi COVID-19. Líklega muni sumir sjúklingar glíma við króníska síþreytu mánuðum og jafnvel árum saman eftir að þeir smitast.

Krónísk síþreyta veldur meðal annars mikilli þreytu eða örmögnun, verkjum, höfuðverk og svefn fólks skilar ekki þeirri hvíld sem hann á að gera. Á heimasíðu ME-félagsins er hægt að lesa meira um sjúkdóminn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Leyniskyttan sem setti heimsmet skýrir frá – Svona langan tíma tók þetta

Leyniskyttan sem setti heimsmet skýrir frá – Svona langan tíma tók þetta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverski rafbíllinn sem gerir aðra bílaframleiðendur skíthrædda

Kínverski rafbíllinn sem gerir aðra bílaframleiðendur skíthrædda
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skaut lögreglumann með lásboga

Skaut lögreglumann með lásboga
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stórtíðindi af bóluefnum – Nýtt bóluefni veitir vernd gegn kórónuveirum sem eru ekki enn komnar fram á sjónarsviðið

Stórtíðindi af bóluefnum – Nýtt bóluefni veitir vernd gegn kórónuveirum sem eru ekki enn komnar fram á sjónarsviðið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þetta eru stærstu mistökin sem fólk gerir í atvinnuviðtölum

Þetta eru stærstu mistökin sem fólk gerir í atvinnuviðtölum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Voyager 1 er tæplega fimmtugt en kemur okkur enn á óvart með upplýsingum frá jaðri sólkerfisins

Voyager 1 er tæplega fimmtugt en kemur okkur enn á óvart með upplýsingum frá jaðri sólkerfisins