Michel D’Hooghe, sem er yfirlæknir FIFA ráðleggur öllum knattspyrnudeildum að blása mót sitt af og hefja nýtt tímabil í ágúst eða september.
D’Hooghe, segir að lífið snúist um meira en bara fótbolta og peninga, mannslíf séu í húfi.
Þýskaland stefnir á að hefja sína deildarkeppni í byrjun maí og Englendingar vilja fara af stað í byrjun júní. Allir leikir verða fyrir luktum dyrum. Í Frakklandi er búið að blása mótið af.
,,Ég yrði glaður ef við gætum byrjað næsta tímabil, það á ekkert að fyrr en þá,“ sagði D’Hooghe.
,,Ef það væri hægt að hefja tímabilið næsta í lok ágúst eða byrjun september, þá væri ég glaður. Með því er hægt að koma í veg fyrir aðra bylgju af veirunni.“
,,Það verða allir að fara varlega, ég hef heyrt að mörg lönd séu að skoða endurkomu. Ef það á einhvern tímann að nota læknisfræðileg rök frekar en önnur þá er það núna. Þetta snýst ekki um peninga í dag, þetta snýst um mannslíf. Það er mjög einfalt.“