Yfirvöld í Frakklandi hafa ákveðið að blása af frönsku úrvalsdeildina og næst efstu deild í fótbolta af.
Þannig verður keppni ekki kláruð en franskir fjölmiðlar fullyrða að þetta verði tilkynnt síðar í dag. Það er forsætisráðherra landsins sem ákvað að banna fótbolta fram í ágúst.
Útgöngubann er í Frakklandi vegna kórónuveirunnar en landið hefur farið illa úr veirunni.
Vonir stóðu til um að hægt væri að klára deildina en svo verður ekki, stefnt er á að hefja nýtt tímabil í ágúst.
Franska deildin mun funda um málið á næstu dögum og ákveða um hvort tímabilið hreinlega telji ekki eða núverandi staða verði lokastaða og ákveði þá um sigurvegara, Evrópusæti og þau lið sem falla.
Info : Pour Ligue 1 et Ligue 2, saisons terminées. Reprise possible en août pour l’édition 2020-2021.
— Bertrand Latour (@LatourBertrand) April 28, 2020