Allar deildir í Evrópu verða að gefa UEFA svar fyrir 25 maí um hvernig þau hyggjast ætla að ljúka tímabilinu sem nú ætti að vera í gangi.
Allar stærstu deildir Evrópu voru settar á ís vegna kórónuveirunnar og óvíst er hvenær eða hvort leikar hefjist á ný.
Þýskaland stefnir á að byrja þann 9 maí og Englendingar stefna á að hefja leik í byrjun júní. Óvíst er hins vegar hvort það takist.
UEFA vill fá svör fyrir 25 maí, tveimur dögum síðar mun sambandið funda um Meistaradeildina og Evrópudeildina og reyna að koma henni fyrir.
UEFA hefur skilning á því ekki verði hægt að klára allar deildarkeppnir í Evrópu.