fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fréttir

Þétt setið í flugi til Egilsstaða – „Maður varð bara orðlaus“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 27. apríl 2020 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem flaug með  Air Iceland Connect frá Reykjavík til Egilsstaða á fimmtudag segir að setið hafi verið í hverju sæti í flugvélinni og tveggja metra reglu ekki gætt.

„Ég var að fljúga frá Reykjavík til Egilsstaða í gær með  Air IcelandConnect og það var bara setið öllum sætum. Þetta var lítil flugvél og það var setið í öllum sætum, nema fremstu alveg við hurðina, þar var ekki setið.  Annars voru bara tvö önnur sæti laus í flugvélinni og þétt setið. Það var eldri kona í sætinu við hliðina á mér og hún sagði mér að hún hefði hringt daginn áður til að fá að vita hvort einhver myndi sitja við hliðina á henni, því hún er svo hrædd við kórónuveirufaraldurinn, og henni var sagt að hún myndi bara sitja ein“

Ég var bara svo hissa

Konan, sem kýs að deila sögu sinni nafnlaust, segir þetta hafa komið henni verulega á óvart.

„Ég var bara svo hissa. Mér finnst þetta bara fáránlegt. Svo kemur þetta á tíma þar sem hafa verið rosalega fá smit, og maður varla þorir að hitta fólk og auðvitað á maður ekki að vera að hitta fólk. Þetta er bara mjög óþægilegt. Þetta er bara eins og að sitja afturí í bíl, maður situr bara upp við manneskjuna. Bara nokkrir sentimetrar á milli.“

Konan segir það ljóst að viðmið um tveggja metra fjarlægð frá næsta manni hafi ekki verið virt í fluginu og þykir það furðu sæta í því ástandi sem samfélagið okkar er í í dag.

„Maður gæti alveg eins farið inn í búð og knúsað fólk eins og að fara í þessa flugferð. Maður varð bara orðlaus. Ég fór einmitt að spá í það í dag að þetta væri eitthvað sem þyrfti að spyrja um á blaðamannafundi, eða gera eitthvað, því þetta gengur ekki.“

Flug undanskilið samkomubanni

Upplýsingafulltrúi Icelandair, móðurfélags Air Iceland Connect, Ásdís Ýr Pétursdóttir, bendir á að flug er undanskilið samkomubanni.

„Þannig er að flug er undanþegið samkomubanni og tveggja metra reglunni. Hins vegar er sætanýting til Egilsstaða mjög lág um þessar mundir og að meðaltali ekki setið í nema helmingi sæta. Við getum því í flestum tilfellum komið til móts við fólk með lengra bili á milli ef hægt er. Það getur hins vegar komið til þess að það séu fleiri í ferð og setið í flestum eða öllum sætum í flugvélum okkar.“

Upplýsingar ekki nægilega kynntar farþegum

Þessar upplýsingar komu konunni á óvart.  Hún hafi ekki vitað af þessu fyrir flugið og engar upplýsingar séð þegar flugið var bókað eða á flugstöðinni.

„Ekki þannig að ég hafi tekið eftir. Ég tók ekki eftir því, þetta hefði þurft að vera augljósara þá. Ég hefði hætt við að fljúga og konan við hliðina á mér, þessi eldri kona, hefði ég vitað þetta og margir aðrir. Þetta er svo furðulegt, því svo fer maður í búðina og er geðveikt að passa sig, en svo fer maður í flug og þá er þetta bara í lagi. Ég meina það er alveg eðlilegt að þurfa að hósta, en í flugi getur fólk sem þarf að hósta ekki farið út. Ég sá ekkert heldur um þetta á flugvellinum, og fleiri í fluginu urðu hissa, ég sá fjölskyldu koma þar inn og segja bara „Vá en þétt setið“. 

Upplýsingar á vef gefa ekki raunsæja mynd

Á vef  Air Iceland Connect er borði efst á síðunni sem fjallar um viðbrögð flugfélagsins við COVID-19. Þar er tekið fram að flug sé undanþegið en að sama bragði ítrekað að fyllstu varúðar sé gætt og reynt að hafa 2 metra reglu og fjarlægð milli farþega í hávegum. Hins vegar kemur ekki fram með skýrum hætti að farþegar gæti þurft að sæta því að sitja þétta, ef flug er fullbókað. Þessar upplýsingar og borðinn sem þær er að finna í koma hins vegar ekki fram á bókunarsíðu félagsins.

Staðsetning upplýsinganna á vefsíðu – Blaðamaður áherslumerkti
Upplýsingarnar á vefsíðunni

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní

Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hörmulegt atvik í Öxnadal – Sakfelldur fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi

Hörmulegt atvik í Öxnadal – Sakfelldur fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“