fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Dómur kveðinn upp yfir einum launahæsta stjórnanda landsins á næstu dögum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 20. apríl 2020 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur verður kveðinn upp í máli fyrrverandi forstjóra Pharmaco, Sindra Sindrasonar, í Héraðsdómi Reykjaness, þann 29. apríl næstkomandi. Sindri er ákærður fyrir skattsvik og peningaþvætti.

Í ákærunni er Sindri sakaður um að hafa brotið lög með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2011 til og með 2015 með því að láta undir höfuð leggjast að telja fram á skattframtölum sínum tekjur að fjárhæð tæplega 122 milljón krónur frá félögunum Larsen Danish Seafood A/S og Larsen Danish Seafood GmbH. Meintur vangreiddur tekjuskattur nemur tæplega 66 milljónum króna.

Sindri er forstjóri tæknifyrirtækisins Carbon Recycling International en áður var hann hluthafi og stjórnarmaður í Actavis. Hefur hann komist á lista yfir tekjuhæstu stjórnendur fyrirtækja.

Sindri hefur víða komið við í íslensku viðskiptalífi en hann var forstjóri Pharmaco í 22 ár. Auk þess sat hann í stjórn Eimskipafélags Íslands. Sindri var stjórnarmaður Larsen Danish Seafood á árunum 2003 til 2014.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sara vaknaði með rottu upp í rúminu í nótt – „Ég er í andlegu áfalli”

Sara vaknaði með rottu upp í rúminu í nótt – „Ég er í andlegu áfalli”
Fréttir
Í gær

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir aðgerðaleysi Ferðamálastofu vegna bílastæðavitleysunnar

Gagnrýnir aðgerðaleysi Ferðamálastofu vegna bílastæðavitleysunnar