fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fréttir

Tryggingastofnun fylgist með tölvum öryrkja á ólöglegan hátt

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 18. apríl 2020 19:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur öryrki sem er staddur erlendis um þessar mundir komst að því að tryggingastofnun fylgdist með IP-tölunni á tölvunni hans. Þetta kemur fram á síðu Trölli.is.

Einstaklingurinn dvelur erlendis hluta úr ári vegna örorku sinnar, en loftslagið á erlenda dvalarheimilinu hentar honum talsvert betur um vetrartímann. Öryrkinn ætlaði sér að snúa heim í apríl eða maí, en líklega verður töf á vegna heimsfaraldursins.

Tölvupóstur frá Tryggingastofnun barst öryrkjanum vegna heimilsuppbótar. Í póstinum sagði að TR grunaði að búseta einstaklingsins væri erlendis og að aðilar sem dvelja lengur en 6 mánuði erlendis á almanaksári missi rétt á heimilsuppbótinni.

Öryrkinn benti á að hann væri fastur erlendis og að hann ætti ansi langt í land með að vera búinn með sex mánuði af almanaksárinu, því að einungis væru þrír mánuðir liðnir af því. Hann spurði einnig TR hvernig þeir hefðu upplýsingar um staðsetningu hans.

TR sagðist fylgjast með IP-tölu þeirra sem skrá sig inn á „mínar síður “ á heimasíðu þeirra.

Trölli.is hafði samband við TR og spurði eftirfarandi spurninga:

1. Hafið þið lagalega heimild að skoða ip tölur einstaklinga, stenst það persónuverndarlög?

2. Af hverju sendið þið út álíka bréf þegar aðeins eru liðnir rúmlega 3 mánuðir af almanaksárinu? Viðkomandi þarf að vera 6 mánuði til að missa heimilisuppbótina.

3. Finnst  TR eðlilegt að senda út þetta bréf þegar vitað er að það eru engar samgöngur landa á milli vegna heimsfaraldursins og skjólstæðingar TR sem og aðrir komast ekki heim?“

Davíð Ólafur Ingimarsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs TR svaraði spurningum Trölla.is.

TR hefur heimild til þess að skoða Ip tölur, sjá niðurstöðu persónuverndar. Á vef TR má sjá upplýsingar um hvernig TR sinnir eftirlitshlutverki sínu.

Heimilisuppbót flokkast til félagslegrar aðstoðar, sjá lög nr. 99/2007 og greiðist ekki úr landi ef dvöl fer yfir hámarksdvalartíma samkvæmt lögum nr. 80/2018 um lögheimili og aðsetur.

Samkvæmt stjórnsýslulögum ber Tryggingastofnun að leiðbeina viðskiptavinum sínum og gerir það m.a. með bréfum þegar og ef þörf er talin á.“

Í fréttinni kemur einnig fram að lögin sem TR vísi séu tíu ára gömul og ólögmæt í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðný vandar um við fjölmiðla, dómstóla og löggjafann með orðalag – „Þetta er alltaf ofbeldi“

Guðný vandar um við fjölmiðla, dómstóla og löggjafann með orðalag – „Þetta er alltaf ofbeldi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gervigreind og sjálfvirkni í fjarfundalausnum

Gervigreind og sjálfvirkni í fjarfundalausnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óhugnanleg ráðgáta á barnaspítala – Grunur um tilraun til fjöldamorðs

Óhugnanleg ráðgáta á barnaspítala – Grunur um tilraun til fjöldamorðs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“