fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Ef aðeins 100.000 til 200.000 Bandaríkjamenn látast af völdum COVID-19 er það vel af sér vikið segir Trump

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. mars 2020 08:01

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt fréttamannafund í gærkvöldi þar sem hann ræddi um COVID-19 faraldurinn. Þar kom fram að hann telji yfirvöld hafa staðið sig vel ef dánartalan í Bandaríkjunum verður á milli 100.000 og 200.000.

Hann sagði að faraldurinn muni ná hámarki eftir tvær vikur, þá verði dánartíðnin í hámarki. AFP skýrir frá þessu.

Samkvæmt samantekt Johns Hopkins háskólans létust 518 af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum á síðasta sólarhring. Aldrei fyrr hafa svo margir látist af völdum veirunnar þar í landi á einum sólarhring. Fyrra metið var frá deginum áður en þá létust 453. Í heildina hafa um 2.500 látist af völdum veirunnar í Bandaríkjunum fram að þessu.  Greind smit eru um 140.000.

„Ef Bandaríkin geta haldið dauðsföllunum á milli 100.000 og 200.000 miðað við hugsanlegar 2,2 milljónir þýðir það að við höfum staðið okkur vel.“

Sagði Trump í gær. Hann tilkynnti einnig að leiðbeiningar til almennings um að gæta þess að koma ekki of nærri öðru fólki verði framlengdar til loka apríl. Þar með hefur Trump fallið frá fyrirætlunum sínum um að opna Bandaríkin á nýjan leik fyrir páska.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?