fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Real Madrid hafði óvænt áhuga: Slökkti á símanum og hafði ekki tíma í kjaftæði – ,,Þá vissi ég að þetta væri alvarlegt“

Victor Pálsson
Föstudaginn 27. mars 2020 16:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti verulega athygli þegar Real Madrid ákvað að semja við bakvörðinn Julian Faubert á láni árið 2009.

Faubert var þá á mála hjá West Ham á Englandi en Real reyndi óvænt við hann á lokadegi janúargluggans.

Faubert hefur nú opnað sig um hvernig þetta gekk fyrir sig en hann slökkti fyrst á símanum er spænska liðið hafði samband.

,,Við vorum í liðsrútunni á leið á Upton Park að spila gegn Fulham. Ég fékk símtal frá þessum Frakka hjá Real Madrid. Hann heilsaði og sagðist þurfa að tala við mig,“ sagði Faubert.

,,Ég sagði honum að ég væri að undirbúa mig fyrir mikilvægan leik og að ég hefði ekki tíma fyrir þetta kjaftæði.“

,,Ég slökkti á símanum, spilaði leikinn og eftir hann kveikti ég aftur. Ég sá svo um 30 skilaboð og 50 í talhólfinu. Þá vissi ég að þetta væri alvarlegt.“

,,Ég hringdi í stjórann minn og hann sagði að við þyrftum að ræða við Real Madrid því að þeir væru á hóteli í Heathrow. Þetta var á lokadegi gluggans og við fórum þangað og ræddum málin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta eru vinsælustu skiptingarnar í Fantasy – Flestir losa sig við stjörnu Liverpool

Þetta eru vinsælustu skiptingarnar í Fantasy – Flestir losa sig við stjörnu Liverpool
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann
433Sport
Í gær

Arsenal hoppar inn og er að ná að stela Eze af Tottenham – Bjóða Palace betri pakka

Arsenal hoppar inn og er að ná að stela Eze af Tottenham – Bjóða Palace betri pakka
433Sport
Í gær

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“