fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fókus

Fimm furðulegar lagasetningar

Auður Ösp
Föstudaginn 27. mars 2020 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lög eru mismunandi í hverju landi fyrir sig og oft hefur það komið ferðamönnum í vandræði. Hér eru fimm dæmi um furðuleg lög víðs vegar um heiminn.

1.Í Singapúr er ólöglegt selja tyggjó

Innflutningur og sala á tyggjói var alfarið bönnuð í Singapúr árið 1992 en það kom meðal annars til vegna mikils óþrifnaðar sem leiddi af sér mikinn viðhalds- og hreinsunarkostnað í háhýsum, á götum úti og í almenningsvögnum. Árið 2004 voru gerðar breytingar á lögunum sem heimiluðu sölu á nikótín- og tannhreinsityggjói gegn lyfseðli. Það er ekki ólöglegt að nota tyggjó en þeir sem henda því ekki í ruslið geta átt von á háum sektum.

2.Í Danmörku má ekki vera með grímu á almannafæri

Þessi umdeildu lög hafa verið í gildi í Danmörku frá því í ágúst 2018. Ástæðan er sú að yfirvöld vilja geta borið kennsl á fólk ef til dæmis slys eða glæpir eiga sér stað á stórum atburðum.

3.Í Rússlandi er ólöglegt að klæðast blúndunærfötum

Lög í Rússlandi, Hvíta-Rússlandi og Kasakstan kveða á um að undirföt eigi að vera lágmark sex prósent bómull. Þetta mun vera af heilbrigðis- og öryggisástæðum.

4.Í Póllandi er Bangsímon ekki velkominn

Í skólum og á leikvöllum í Póllandi er óheimilt að klæðast fatnaði með mynd af Bangsímon. Bangsinn vinalegi er talinn óviðeigandi og óæskilegur fyrir ung börn því hann klæðist allajafna ekki buxum.

5. Í Nebraska máttu ekki gifta þig ef þú ert með kynsjúkdóm

Lög í Nebraska-fylki í Bandaríkjunum kveða á um að ekki megi ganga í hjónaband með annarri manneskju ef maður er með einhvers konar kynsjúkdóm. Þrátt fyrir að þessi lög séu í fullu gildi þá er ekki krafist læknisvottorðs þegar sótt er um giftingarleyfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón: Unglingsdætur Nicole Kidman og Keith Urban mættu með foreldrunum

Sjaldséð sjón: Unglingsdætur Nicole Kidman og Keith Urban mættu með foreldrunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Linda Pé opnar sig um erfiðasta tímabil ævi hennar – „Ég var reið og bitur mjög lengi“

Linda Pé opnar sig um erfiðasta tímabil ævi hennar – „Ég var reið og bitur mjög lengi“