fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

WHO varar við verkjalyfjum sem innihalda íbúprófen – Geta hugsanlega haft neikvæð áhrif á COVID-19

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. mars 2020 10:20

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO mælir með því að fólk sem er smitað af COVID-19 taki ekki verkjalyf sem innihalda íbúprófen, til dæmis íbúfen. Ástæðan fyrir aðvöruninni er að franskir embættismenn hafa varað við lyfinu og segja það geta haft neikvæð áhrif á heilsu þeirra sem eru smitaðir.

APF skýrir frá þessu. Olivier Veran, heilbrigðisráðherra, tilkynnti um þetta og byggir þetta á niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem voru nýlega birtar í vísindaritinu The Lancet. Í henni er sú kenning sett fram að ensím, sem bólgueyðandi efni á borð við íbúprófen styrkja, geti ýtt undir áhrif COVID-19 og gert þau verri.

Christian Lindmeier, talsmaður WHO, sagði í gær að stofnunin væri að skoða málið til að geta komið með frekari leiðbeiningar.

„Á meðan mælum við með því að fólk noti frekar parasetamól og noti ekki íbúprófen án samráðs við lækni. Þetta er mikilvægt.“

Sagði hann.

Uppfært 22.03.2020

WHO hefur nú tilkynnt að stofnunin mæli ekki lengur gegn notkun lyfja sem innihalda íbúprófen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað