fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
433Sport

Öllu frestað á Ítalíu: Emil og Birkir líklega til Íslands á morgun – 14 daga sóttkví og út að hlaupa

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 9. mars 2020 17:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld á Ítalíu hafa bannað alla íþróttakappleiki fram í byrjun apríl, er þetta vegna COVID-19 veirunnar.

Veiran hefur herjað all hressilega á Ítalíu og hefur fjöldi fólks látið lífið. Smit frá Ítalíu hafa borist hingað til lands.

Emil Hallfreðsson og Birkir Bjarnason, leikmenn íslenska landsliðsins leika báðir á Ítalíu. Mikilvægir landsleikir eru í lok mánaðar. Eftir 17 daga leikur Ísland við Rúmeníu í undanúrslitum um laust sæti á EM, fimm dögum síðar gæti verið úrslitaleikur við Búlgaríu eða Ungverjaland.

433.is hefur fengið staðfest frá KSÍ að vonir standi til um að Birkir og Emil komi til landsins á morgun, þeir þurfa að fara í 14 daga sóttkví og geta því hafið æfingar, tveimur dögum fyrir leikinn gegn Rúmeníu.

KSÍ er í sambandi við Brescia sem Birkir leikur með og Padova þar sem Emil spilar. KSÍ vonast til að fá grænt ljós á næstu klukkustundum til að koma þeim heim.

Emil og Birkir munu geta farið út að hlaupa og gætu einnig sparkað í bolta en verða að vera einir, vegna veirunnar. Þetta munu þeir gera til að halda sér í formi fyrir landsleikina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fá slæmar fréttir fyrir leikinn gegn Arsenal

Fá slæmar fréttir fyrir leikinn gegn Arsenal
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stela öllum fyrirsögnum eftir fréttirnar: Ofurparið sagt vera hætt saman – Hún verður ein eftir í borginni

Stela öllum fyrirsögnum eftir fréttirnar: Ofurparið sagt vera hætt saman – Hún verður ein eftir í borginni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Lengjudeildin rúllar af stað á morgun – Svona er dagskráin

Lengjudeildin rúllar af stað á morgun – Svona er dagskráin
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Chelsea Englandsmeistari sjötta árið í röð

Chelsea Englandsmeistari sjötta árið í röð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð og stærði sig af kynlífi sínu – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð og stærði sig af kynlífi sínu – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“
433Sport
Í gær

Fékk rautt gegn United um helgina en þarf ekki að afplána bannið

Fékk rautt gegn United um helgina en þarf ekki að afplána bannið
433Sport
Í gær

United skoðar ungstirni sem er líkt við Pogba og Bellingham

United skoðar ungstirni sem er líkt við Pogba og Bellingham