fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fókus

Stefan segist ekki hafa neitt að fela: „Þetta er enginn bullshit leikur í gangi“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 10. mars 2020 08:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefan Octavian, klámstjarna og fylgdarsveinn, var borinn þungum sökum í gær af ósáttum viðskiptavinum sem höfðu keypt nærföt af honum í gegnum Snapchat.

Sjá einnig: Sviðin jörð íslensku klámstjörnunnar – Stefan sakaður um svik í nærbuxnasölu – „Ég held að þetta sé algjört feik“

Stefan var meðal annars sakaður um að senda ekki vörur, svara ekki skilaboðum og selja „feik“ vörur.

DV náði sambandi við Stefan sem sagðist vera í uppnámi vegna umræðanna um sig og verslun sína. Hann þverneitar fyrir að hafa svindlað á viðskiptavinum sínum. „Vörurnar eru ekta. Ég hef ekkert að fela,“ segir hann.

Auðvelt að spotta „feik“

„Síðustu þrjú ár hefur mér gengið mjög vel. Ég ákvað að færa mig yfir í tísku í stað þess að eyða peningunum mínum í eitthvað rugl. Ég vildi bjóða dýrar merkjavörur á hagstæðu verði. Ekki rukka níu þúsund krónur fyrir þrjár nærbuxur. Mér finnst það bara fáránlegt,“ segir Stefan og bætir við að hann viti upp á hár hvað það kostar að framleiða Calvin Klein nærfatnað.

Stefan segir að hann hafi keypt söluleyfi fyrir vörunum á fimm þúsund dollara, eða rúmlega 640 þúsund krónur. Leyfið gildir til að selja vörur á netinu.

„Þetta er allt saman skráð í Litháen. Kærasti minn þar leigir vörumerkin Armani, Calvin Klein, Tommy Hilfiger og fleiri svona merki, og er með búðir í Litháen. Hann kemur úr viðskiptafjölskyldu og ég fékk þetta svolítið í gegnum hann. Hann hjálpaði mér að komast í samband við fólk og svona,“ segir Stefan og bætir við að það sé mjög auðvelt að spotta „feik“ vörur.

Hagstætt verð

Það hefur vakið athygli hvað nærfötin voru ódýr hjá Stefan. Grunur lá að um „feik“ vörur væri að ræða. Stefan segir að honum hafi tekist að hafa verðið svona hagstætt með því að borga úr eigin vasa.

„Ég borgaði fyrst sjálfur með vörunum. Ég ákvað að gera það því ég ætlaði að hafa þetta sem kynningu í heila viku til að sjá hvort þetta myndi ganga,“ segir hann og bætir við að hann hafi ákveðið að borga með því áhuginn fyrir nærfatnaðinum hafi verið svo mikill og að honum gengur svo vel í sínu lífi.

Eldri týpur

Stefan segir að önnur ástæða fyrir því að hann gat boðið svona hagstætt verð sé að um eldri týpur sé að ræða.

„Þegar ég fyrst byrjaði að selja vörurnar á Snapchat var ég ekki kominn með söluleyfi. Ég var að hjálpa kærastanum mínum að ganga frá inni á lager og sá vörur síðan 2013 og það var fullt af einhverju drasli sem átti að fara í outlet búð og svona,“ segir Stefan.

„Ég ákvað að slá til og sjá hvað myndi gerast. En ég var ekki að búast við þessum viðbrögðum. Ég var í fjóra daga að pakka niður sendingum og taka á móti sendingum og skrá allt niður í Excel. Það var ekkert pöntunarkerfi eða neitt,“ segir hann og viðurkennir að hann hafi farið fram úr sér.

Vegna hversu vel það gekk að selja nærfatnað í gegnum Snapchat ákvað hann að stofna SkyFall2020.

Af hverju eru vörurnar ekki að skila sér?

Aðspurður af hverju vörurnar sem voru pantaðir í gegnum Snapchat séu ekki að skila sér segir Stefan að 30. janúar hafi allt verið stopp í Kína vegna kórónuveirunnar.

„Þar fer mesta framleiðslan á þessum vörum fram. Jú eitthvað er framleitt í París en það er svo lítill partur af því. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því,“ segir Stefan.

Hann segir aðra ástæðu fyrir því að vörurnar séu ekki búnar að skila sér vera kínverskt nýár, sem var frá 25. febrúar til 8. mars.

„Þá er náttúrlega allt bara lokað í Kína í tvær vikur. Ég gaf út yfirlýsingu um það á Snapchat á sínum tíma,“ segir Stefan.

Þar sem Stefan auglýsti vörurnar á Snapchat og átti þannig samskipti við viðskiptavini sína átti hann mjög erfitt með að halda utan um samtöl sín við viðskiptavini. Hann kveðst þó hafa skjal yfir allar sendingar.

„Þetta er enginn bullshit leikur í gangi. Þetta fer rosalega í mig,“ segir hann.

Hvarf af samfélagsmiðlum

Eitt helsta áhyggjuefni viðskiptavina Stefans var skyndilegt hvarf hans frá samfélagsmiðlum. Aðspurður af hverju hann hafi „horfið“ segir hann:

„Veistu, ég er búinn að fara í 23 flug á þessu ári. Ég er búinn að vera í þessu og þetta hefur farið þvílíkt hratt vaxandi. Ég reyndi samt að upplýsa mína viðskiptavini um allt sem væri í gangi,“ segir hann.

Að lokum segir Stefan:

„Viðskiptavinir okkar fá vörurnar sínar. Það eru engin svik í gangi. Það er síðasta það sem er í gangi. Við erum að bjóða fólki merkjavörur á hagstæðu verði og við ætlum að halda því þannig. Við veitum okkar viðskiptavinum eins góða þjónustu og við getum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2024

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2024
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“