fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fókus

Öskraði upp yfir sig þegar hún sá stöðuna á bankareikningnum

Fókus
Föstudaginn 13. júní 2025 14:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur Elizabeth LaCroix tók óvænta stefnu þegar hún fékk tölvupóst frá lottóinu í Michigan þar sem kom fram að hún hafði unnið. Hún hélt að um væri að ræða nokkra þúsund kalla og var því heldur betur hissa þegar hún sá stöðuna á bankareikningnum. Hún hafði hækkað um 130 þúsund dollara, sem samsvarar rúmlega 16 milljónum íslenskra króna.

LaCroix er 56 ára og búsett í bænum Edmore í Montcalm-sýslu. Hún keypti miða í Fantasy 5 lottóinu á netinu sem var vinningsmiðinn þriðjudaginn 27. maí síðastliðinn.

„Ég var í vinnunni þegar ég fékk tölvupóstinn þar sem stóð að ég hafði unnið, ég hélt að þetta væru bara nokkrir dollarar og skráði mig inn á heimabankann til að athuga upphæðina,“ segir LaCroix í samtali við Michigan Lottery Connect.

„Þegar ég sá að ég hafði unnið 130 þúsund dollara öskraði ég upp yfir mig. Ég bað samstarfsmann minn um að skoða þetta til að vera viss að ég væri ekki að misskilja þetta, svo sendi ég skjáskot af upphæðinni á eiginmann minn.“

LaCroix ætlar að nota peninginn til að byggja við hús fjölskyldunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðni Th. mælir með Þorskasögu

Guðni Th. mælir með Þorskasögu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sýndi ótrúlega danstakta í Leifsstöð

Sýndi ótrúlega danstakta í Leifsstöð