fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fókus

Haukur á Tenerife: „Hvernig vissi gaurinn að við værum Íslendingar?“

Fókus
Þriðjudaginn 18. febrúar 2020 12:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvernig vissi gaurinn sem reyndi að lokka okkur inn á veitingastaðinn sinn í vikunni að við værum Íslendingar? Hann var löngu byrjaður að hlaða í íslenska frasa áður en við komum upp orði,“ segir Haukur Örn Birgisson, pistlahöfundur Fréttablaðsins, í bakþönkum blaðsins í dag.

Haukur skrifar jafnan gamansama pistla og í dag veltir hann fyrir sér hversu auðþekkjanlegir Íslendingar eru þegar þeir eru í útlöndum. Haukur byrjar pistilinn á þessum orðum:

„Þar sem ég ligg hér á sundlaugarbakkanum á Tene, horfi ég á Bretana allt í kringum mig. Þeim finnst greinilega gaman að ferðast til sömu staða og mér. Þessir, sem hér umlykja mig, falla að staðalímyndinni. Þriðjungur þeirra er hættulega sólbrenndur, helmingurinn er sköllóttur og allir eru þeir með húðflúr á tilviljanakenndum stöðum á líkamanum. Þar sem þeir liggja hér með ístruna út í loftið, velti ég því fyrir mér hvernig þeir skyldu hugsa um okkur Íslendingana,“ segir Haukur.

Eins og við þekkjum Bretana virðast útlendingarnir þekkja okkur Íslendingana einnig. Haukur nefnir fyrrnefndan starfsmann veitingahúss sem reyndi að lokka hóp Íslendinga inn á staðinn á Tenerife. Notaði hann vel þekkta íslenska frasa.

„Gott kvöld, Iceland. Æjafjagglajokul,“ hrópaði hann og bauð okkur ókeypis fordrykk,“ segir Haukur sem reynir að varpa ljósi á hvað það er sem gerir okkur Íslendinga svona auðþekkjanlega. Eflaust eru margir sem kannast við einhverjar af þessum lýsingum Hauks.

„Úti á götu þekkjumst við reyndar af öllum H&M-pokunum, nú eða vegna þess að við köllum götuna alltaf „Laugaveginn“. Svo skiljum við líka börnin okkar eftir í kerrum fyrir utan verslanirnar. Á ströndinni fara kríthvítir fótleggirnir ekki fram hjá neinum. Eins og endurskinsmerki veltumst við um í flæðarmálinu. Á barnum þekkjumst við af dónaskapnum. Við segjum aldrei „please“ enda er íslenska útgáfa orðsins ekki til. Á veitingastöðunum þekkjumst við af öllum sósunum sem við biðjum um. Ef ekki þess vegna þá vegna þess að við pöntum okkur of marga rétti og skiljum helminginn eftir.“

Haukur segir einnig að í samskiptum þekkjumst við af samanburðinum við önnur lönd, eitthvað sem Íslendingar virðast aldrei fá leið á. „Svo segjum við líka heilu setningarnar á innsoginu. Útlendingar kunna það ekki. Loks erum við eina þjóðin í heiminum sem grillar í snjó, en það vita Bretarnir kannski ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Í gær

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag
Fókus
Í gær

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019
Fókus
Í gær

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mætti með 19 árum yngri kærustuna upp á arminn

Mætti með 19 árum yngri kærustuna upp á arminn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti óræð skilaboðum nokkrum dögum fyrir sambandsslitin

Birti óræð skilaboðum nokkrum dögum fyrir sambandsslitin