fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Eyjan

Segir borgarstjóra vera huglausan – „Þvílíkur aumingjaskapur …!!!“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 4. febrúar 2020 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kjarkleysi borgarstjóra er algjört. Hann kemur undirmönnum sínum sífellt í erfiða stöðu með að svara fyrir mál sem hann ber ábyrgð á sem framkvæmdastjóri Reykjavíkurborgar. Á sama tíma kvartar hann yfir því að þessir sömu undirmenn sæti gagnrýni á meðan hann sjálfur er í skjóli,“

skrifar Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, vegna ummæla Bjarna Brynjólfssonar, upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar, í viðtali við RÚV,  að verkfall Eflingar sem hófst í hádeginu, muni koma verst niður á þeim félagsmönnum Eflingar sem ekki eru í verkfalli.

„Eins og ég hef sagt áður notar hann undirmenn sína sem „mannlegan skjöld“ þegar stór og erfið mál eru hjá borginni Hvers vegna er hann ekki í viðtölum í öllum miðlum vegna verkfallanna hjá Eflingu? Þvílikur aumingjaskapur …!!!“

skrifar Vigdís.

Verkfall Eflingar hófst klukkan 12.30 og stendur til miðnættis en um 1800 félagsmenn Eflingar leggja niður störf. Aðgerðirnar munu raska leikskólastarfi og sorphirðu sem og skerða velferðarþjónustu á um 129 starfsstöðvum víðsvegar um borgina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir: Á óttaslóðum

María Rut Kristinsdóttir: Á óttaslóðum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?