fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Haukur tengir þessa hefð kvenna við slæma líkamsímynd stúlkna: „Líklegast erum við lent í vítahring“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 7. janúar 2020 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í hvert sinn sem stúlka á aldrinum 20-50 ára setur inn mynd af sér á samfélagsmiðli keppast vinkonurnar við að hæla útlitinu,“ segir Haukur Örn Birgisson hæstaréttarlögmaður í pistli á vef Fréttablaðsins.

Haukur segir að samkvæmt niðurstöðum „afar óvísindalegrar rannsóknar“ hans á samfélagsmiðlum sé konum umhugað um útlit vinkvenna sinna og tengir hann það við slæma líkamsímynd kvenna. Hann tekur það fram að hann efist ekki um að karlar hugsi einnig um útlitið en það beri minna á því.

„Í hvert sinn sem stúlka á aldrinum 20-50 ára setur inn mynd af sér á samfélagsmiðil keppast vinkonurnar við að hæla útlitinu. „Fallegust“, „sæta mín“ og „sæta, sæta“ sést gjarnan við þessi tilefni. Þetta er hið besta mál og sprottið af velvilja einum saman,“ segir hann og bætir við að það sem vekur athygli hans er að strákar gera þetta ekki, að hans sögn.

„„Þú ert sætastur“ eða „fallegi vinur minn“ eru athugasemdir sem ég hef aldrei séð á Facebook-veggjum vina minna og eru þeir þó langt frá því að vera allir ljótir. Yfirlýsingin „flottur!“ er eins langt og nokkur gaur er tilbúinn að ganga í þessum efnum,“ segir Haukur.

Haukur tengir síðan þessa hefð kvenna við slæma líkamsímynd stúlkna.

„Reglulega birtast fréttir þess efnis að líkamsmynd stúlkna fari versnandi. Það er alls ekki gott að heyra og mikilvægt að sporna gegn því. Orsakirnar eru líklegast margvíslegar en þær stafa ekki síður frá konum en körlum. Konur gera glæsilegt útlit annarra kvenna að umtalsefni, ekki síður en karlar. Jafnvel oftar. Á sama tíma og fullyrt er að útlit kvenna eigi ekki að skipta máli keppast konur við að hrósa hver annarri fyrir útlitið,“ segir Haukur og spyr sig af hverju það sé.

„Þótt um hrós sé að ræða, getur verið að fókusinn á fegurðina eigi sinn þátt í versnandi sjálfsmynd? Og hvað gerist þegar hrósin eru ekki nógu mörg eða þau hætta að berast? Það kann að vera óþægilegt að horfast í augu við það en líklegast erum við lent í vítahring.“

Hvað segja lesendur?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Í gær

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Agnes selur einstaka Parísarhæð

Agnes selur einstaka Parísarhæð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“