fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Eyjan

Benedikt hjólar í Dag og borgarfulltrúa Viðreisnar – „Skapi vandamálin og reynist svo ófærir um að leysa þau“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 30. desember 2019 10:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Jóhannesson, stofnandi og fyrrverandi formaður Viðreisnar og fjármálaráðherra fer yfir pólitíkina á árinu sem er að líða í grein á Kjarnanum um helgina og beinir þar orðum sínum að meirihlutanum í Reykjavík, sem Viðreisn tilheyrir.

Benedikt gagnrýnir meirihlutann harðlega og nefnir að eina ástæðu þess að borgarstjórar Sjálfstæðisflokksins hafi verið vinsælir fyrr á tímum, jafnvel hjá pólitískum andstæðingum:

„Þeir settu sig inn í vanda borgarbúa og gerðu sér far um að leysa hann.“

Alltaf sama svarið

Benedikt segir annað upp á teningnum hjá núverandi meirihluta:

„Í Reykjavíkurborg samtímans virðist oft að stjórnendur borgarinnar skapi vandamálin og reynist svo ófærir um að leysa þau. Á hverjum einasta degi kynnast tugþúsundir borgarbúa óstjórninni á umferðarljósum þar sem græn bylgja, sem áður var reglan hjá þeim sem keyrðu á löglegum hraða, heyrir sögunni til og rauð plága hefur tekið við. Borgin anar út í framkvæmdir, án þess að nokkur hafi hugmynd um hvenær eða hvort þeim lýkur. Þegar spurt er um lausn er svarið alltaf það sama, óháð því hver spurningin er: Borgarlína.”

Kominn tími á breytingar

Benedikt segir að nú hljóti að fara að sjást árangur þess að Viðreisn kom að myndun meirihlutans, en í þeim orðum felst mikil gagnrýni á þau Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur og Pawel Bartoszek, borgarfulltrúa Viðreisnar:

„Þegar Viðreisn gekk til samninga um myndun meirihluta var áskilið að gerð yrði úttekt á stöðu og rekstri borgarinnar og í kjölfarið ráðist í umbætur. Það er eitt og hálft ár frá kosningum og nú hlýtur umbótaskeiðið að fara að renna upp.”

Þá baunar Benedikt einnig á minnihlutaflokkana:

„Engum dettur í hug að lausn á vandanum liggi hjá núverandi minnihlutaflokkum, þríklofnum borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna og þremur popúlistabrotum.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Í skálkaskjóli skrollsins

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Í skálkaskjóli skrollsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín Friðriksson: Leiðrétting veiðigjalda festir í sessi fyrirsjáanleika í sjávarútvegi

Hanna Katrín Friðriksson: Leiðrétting veiðigjalda festir í sessi fyrirsjáanleika í sjávarútvegi