fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fókus

Milla Ósk fór að háskæla á jólum: „Undir lokin kom allt í einu óvæntur pakki undan trénu”

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 24. desember 2019 10:00

Milla á eftirminnilega sögu með systur sinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Milla Ósk Magnúsdóttir, aðstoðarkona mennta- og menningarmálaráðherra, á hjartnæma minningu um eftirminnilega jólagjöf, en hún tengist yngri systur hennar.

Stóra systir fór að háskæla

„Ég hef fengið margar góðar gjafir en eftirminnilegasta var líklega frá litlu systur minni fyrir nokkrum árum. Það árið hélt ég upp á jólin í fyrsta skipti án fjölskyldunnar minnar – verandi skilnaðarbarn var það nú ekki mikið vandamál, en eitt hafði ég aldrei upplifað og það var að vera án litlu systur minnar um jólin. Frá því að við vorum litlar skottur höfum við alltaf haldið upp á jólin saman, hvort sem það var hjá mömmu, pabba eða ömmu og afa. En ekki þetta árið. Þetta árið var hún í Asíu og ég hjá tengdafjölskyldunni minni. Aðfangadagskvöld leið, allir opnuðu pakka, og undir lokin kom allt í einu óvæntur pakki undan trénu frá henni sem ég hafði ekki hugmynd um að hafði laumast með. Það voru nú bara rúmföt í pakkanum en með fylgdi langt kort sem varð til þess að stóra systir fór að háskæla fyrir framan alla. Og það er held ég uppáhaldið mitt við pakka almennt; kortin. Enda legg ég sjálf mikið upp úr fallegum og einlægum kortum og á fjölmörg kort frá hinum ýmsu afmælum og jólum sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina. En þetta jólakort er efst í bunkanum og fátt sem toppar það!“

Meira um eftirminnilegar jólagjafir þekktra Íslendinga í nýjasta DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Britney Spears eyddi Instagram eftir að hafa birt óræð skilaboð

Britney Spears eyddi Instagram eftir að hafa birt óræð skilaboð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Misstu samtals yfir 100 kíló á „gamla mátann“ – Gerðu einfaldar breytingar á daglegum venjum

Misstu samtals yfir 100 kíló á „gamla mátann“ – Gerðu einfaldar breytingar á daglegum venjum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Big Bang Theory stjarna birti sjaldséða fjölskyldumynd

Big Bang Theory stjarna birti sjaldséða fjölskyldumynd