fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. desember 2019 07:10

Mine O

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudaginn handtók lögreglan í Duisburg í Þýskalandi  28 ára karlmann sem er grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína. Eiginkonan, hin 26 ára Mine O., hvarf í byrjun september en eiginmaðurinn tilkynnti lögreglunni um hvarf hennar þann 7. september. Lögreglan hafði leitað hennar síðan þá.

Á fimmtudaginn var maðurinn handtekinn og játaði hann við yfirheyrslur að hafa myrt eiginkonu sína. Bild skýrir frá. Hann sagðist hafa kyrkt hana og síðan hafi hann sett líkið í ferðatösku. Viku síðar gróf hann líkið.

Hann skýrði frá staðsetningunni þegar hann var yfirheyrður og á fimmtudagskvöldið staðfesti lögreglan að hún hefði, með aðstoð slökkviliðsmanna, fundið líkið.

Grunur beindist að manninum þegar lögreglan gerði ítarlega rannsókn á heimili hans og fann ákveðnar vísbendingar í bílskúrnum. Í framhaldi af því fannst fatnaður af Mine O., persónuskilríki hennar og farsími. Lögreglan vann því út frá þeirri kenningu að maðurinn hefði geymt líkið í bílskúrnum þar til hann fór með það út í skóg og gróf það.

Þegar hann tilkynnti um hvarf eiginkonunnar sagði hann að hún hefði gist hjá vinkonu sinni helgina sem hún hvarf. Hún hafi haft sig til eins og venjulega og tekið farsíma, peninga og lykla með þegar hún fór að heiman. Hann sagðist hafa fyllst áhyggjum þegar hún var ekki komin heim á mánudeginum en hún hafi átt að fara með fimm ára son þeirra í leikskóla þann dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?