fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Hvarf Anne-Elisabeth – Hér gæti lausnina verið að finna

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. desember 2019 07:00

Anne-Elisabeth Falkevik Hagen og heimili hjónanna. Skjáskot af vef Aftenposten.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska lögreglan vinnur enn hörðum höndum að rannsókninni á hvarfi milljarðamæringsins Anne-Elisabeth Hagen en hún hvarf frá heimili sínu í Lørenskog, í útjaðri Osló, að morgni 31. október á síðasta ári. Lögreglan telur mjög líklegt að hún hafi verið myrt og rannsakar málið út frá þeirri kenningu.

Í fréttum í haust hefur komið fram að lögreglan er nokkuð vongóð um að geta leyst málið og taldi um hríð að það tækist fyrir áramót. Nú er þó útlit fyrir að það gangi ekki eftir. Þetta hefur TV2 eftir Tommy Brøske sem stýrir rannsókninni.

Hann sagði að það séu vissar ástæður fyrir að ekki hafi enn tekist að leysa málið en lögreglan hafi hugmyndir um hvar lausn málsins sé að finna. Góður gangur sé í rannsókninni og henni miði áfram.

Ekkert hefur heyrst frá Anne-Elisabeth eða spurst til hennar eftir að hún ræddi við ættingja sinn í síma að morgni 31. október 2018. Á heimili Hagen-hjónanna voru ummerki um átök og ofbeldi. Þar fundust einnig miðar með kröfu um lausnargjald.

Lögreglan hefur opinberað ýmis sönnunargögn í málinu smátt og smátt. Meðal annars hefur hún lýst eftir ákveðinni skótegund, skýrt frá smáatriðum varðandi hótunarbréf sem var í húsinu og að bönd hafi fundist.

Skór af þeirri tegund sem lögreglan vildi upplýsingar um. Mynd:Norska lögreglan

Málið var í fyrstu rannsakað sem mannrán en í sumar breytti rannsóknin um stefnu og fór yfir í að vera morðrannsókn. Lögreglan vinnur út frá þeirri kenningu að Anne-Elisabeth hafi verið myrt en reynt hafi verið að villa um fyrir lögreglunni með því að láta líta út fyrir að henni hefði verið rænt.

Brøske sagði að enn væri verið að rannsaka ákveðna bíla í tengslum við málið. Í upphafi voru það 20 bílar sem lögreglan vildi skoða nánar en nú eru þeir tæplega 10. Þetta eru bílar sem voru á ferð nærri heimili Hagen-hjónanna umræddan morgun. Lögreglan telur að hugsanlega sé hægt að leysa málið ef það tekst að hafa uppi á öllum bílunum.

Lögreglan hefur einnig tekið saman lista yfir hugsanlega gerendur en á honum eru aðilar sem lögreglan telur hafa getu til að undirbúa og framkvæma svo alvarlegt afbrot sem málið er. Talið er að aðgerðin hafi verið skipulögð mánuðum saman áður en látið var til skara skríða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?