fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fókus

Svavar Knútur: „Fólk frekar til í að drulla yfir feitar konur“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 6. júlí 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur tjáði sig um fitufordóma í Facebook-færslu í dag sem fengið hefur mikla athygli. Þar minnist hann sérstaklega á það hvernig er talað til feitra kvenna. Hann segir: „Einhvern veginn sýnist mér fólk vera miklu meira til í að drulla yfir feitar konur en feita karla. Sérstaklega ef þær dirfast að opna á sér kjaftinn og kalla eftir því að fólk slaki á dólgshættinum og dómhörkunni.“

Hann spyr einnig hvort fólkið sem leyfir sér að tala svona geri það einnig þegar um er að ræða reykingafólk eða fólk sem drekkur áfengi. Hann tekur dæmi:

„Hey, þú ert reykingamanneskja, veistu að þú færð krabbamein. Þú ert ógeðsleg/ur. Og hefur þetta fyrir börnunum þínum. Oj! Ef börnin mín reyktu, þá fyndist mér þau ógeðsleg. Af hverju ertu svona pirruð? Ég er bara að segja staðreyndir hérna!“.”

Svavar segir slíkt fólk meinfýsið, andstyggilegt og telji sig yfir aðra hafna. Líkamsvirðing snúist um það að láta fólk í friði. Hvort sem það er feitt eða magurt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda
Fókus
Fyrir 3 dögum

Óvæntur hæfileiki Ungfrú Síle slær í gegn – Sjáðu myndbandið

Óvæntur hæfileiki Ungfrú Síle slær í gegn – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjálfarinn Valentína: Ef þú ert ekki að ná markmiðum þínum þá eru líklegast þessir þrír hlutir að klikka hjá þér

Þjálfarinn Valentína: Ef þú ert ekki að ná markmiðum þínum þá eru líklegast þessir þrír hlutir að klikka hjá þér