fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
433Sport

Solskjær sagður lítill í sér: Tjáði leikmönnum að slæm úrslit í vikunni kosti hann starfið

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 3. desember 2019 09:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United er sagður óttast það að verða rekinn um helgina ef illa fer. United mætir Tottneham á morgun og Manchester City á laugardag.

Tveir stórleikir en United hefur hikstað hressilega á þessu tímabili, liðið er ekki að taka framfarir undir stjórn Solskjær.

Ensk blöð segja að Solskjær sé meðvitaður um hættuna sem er í gangi, slæm úrslit í þessum tveimur leikjum kosti hann starfið.

,,Ole var lítill í sér þegar hann sagði leikmönnum að ef þeir nái ekki í úrslit í þessum tveimur leikjum, þá kosti það hann starfið,“ sagði heimildarmaður enskra blaða.

Jose Mourinho, maðurinn sem missti starfið hjá United þegar Solskjær tók við mætir með Tottenham í heimsókn á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Slæm mistök markvarðarins leiddu til marks í Mosfellsbæ í kvöld

Sjáðu myndbandið: Slæm mistök markvarðarins leiddu til marks í Mosfellsbæ í kvöld
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hvaða lagagreinar er Kolbeinn sakaður um að hafa brotið og hvað felst í þeim?

Hvaða lagagreinar er Kolbeinn sakaður um að hafa brotið og hvað felst í þeim?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gæti snúið aftur um helgina eftir meiðslin

Gæti snúið aftur um helgina eftir meiðslin
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Kjartan Atli gestur

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Kjartan Atli gestur