fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Kynning

Þú finnur hið fullkomna jóladress á Fatasala.is!

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 13. desember 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Græni glimmeráramótakjóllinn, rauða jóladressið og útivistarflíkurnar sem þú ætlaðir alltaf að nýta í allar fjallgöngurnar í sumar. Það er engin ástæða til þess að láta þetta daga upp í fataskápnum hjá þér. Með hjálp Fatasala.is geta fötin fundið nýja eigendur sem munu tryggja áframhaldandi not. Sömuleiðis getur þú fundið glæsilegar flíkur á frábæru verði fyrir hvaða tilefni sem er. Hvað segirðu um dimmbláan pallíettuáramótakjól? Þú finnur hann örugglega á Fatasala.is.

Fatasala.is er nýr og stórsniðugur vettvangur til þess að selja og kaupa notuð og ný föt. Á síðunni finnur þú allt á sama stað. Þá er hægt að kaupa karlmanns- og kvenfatnað, barnaföt, útivistarflíkur, íþróttaföt, meðgöngufatnað, skó og fylgihluti í miklu úrvali.

 

Frítt fyrsta mánuðinn

Fatasala.is er uppbyggð þannig að seljandi skráir sig inn á síðuna og opnar þar sína eigin fataverslun. Seljandi sér um að taka myndir af flíkunum, skrá þær inn í kerfið og ákveða verð. Seljandi hefur þá yfirsýn yfir það sem er í versluninni og getur fylgst nákvæmlega með allri sölu, sett inn nýjar flíkur, breytt verði og margt fleira. Fatasala.is var opnuð með pomp og prakt sunnudaginn 1. desember og hafa fjölmargir skráð sig nú þegar. Fyrsta mánuðinn er frítt að opna verslunarsíðu undir hatti Fatasala.is. Eftir það er mánaðargjaldið 2.990 kr.

Einfalt og þægilegt að versla á Fatasala.is

Á Fatasala.is má finna mikið magn af notuðum og nýjum flíkum á frábæru verði. Með hjálp leitarkerfisins finnurðu líka nákvæmlega það sem þig vantar. Þá geturðu leitað eftir flokkum, fatastærð, lit og til stendur að bæta við þeim möguleika að leita eftir merkjum. Á Fatasala.is getur kaupandi svo fylgst nákvæmlega með öllum sínum kaupum sem hann framkvæmir á síðunni, hvenær flíkurnar voru keyptar, hvenær þær eru sendar út og fleira. Til þess að koma sérstaklega til móts við kaupendur hefur Fatasala.is innleitt stjörnukerfi. Kaupendur eru þá hvattir til þess að gefa umsögn í formi stjörnugjafar þegar þeir fá varninginn í sínar hendur. Þetta eykur kaupöryggi kaupenda til muna.

Finndu stíltvíbura þinn

Þar sem hver seljandi er með eigin síðu er alls ekki ólíklegt að þú finnir þér uppáhaldsseljanda sem selur nær eingöngu flíkur sem passa fullkomlega að þínum persónulega stíl og eru enn fremur í þinni stærð.

Fatasala.is: Hvar sem er, hvenær sem er

Snilldin við Fatasala.is er sú að seljandi og kaupandi þurfa ekki að vera í beinum samskiptum, eins og er raunin á flestum sölusíðum. Seljandi þarf ekki að standa í hálfkláraðri sölu, kaupendum sem sækja ekki vörur eða að fá ókunnugt fólk heim til sín. Kaupandi fær allar nauðsynlegar upplýsingar í versluninni og kaupir vöruna í gegnum fatasölusíðuna. Þá fær seljandi tilkynningu um sölu, fer í næsta pósthús og sendir vöruna á pósthús nærri kaupanda eða póstkörfu, hvert á land sem er. Í janúar verður svo hægt að sækja pantanir innan höfuðborgarsvæðisins í vöruhús. Þá fer seljandi með seldar vörur í vöruhúsið og í kjölfarið fær kaupandi tilkynningu um að hann geti sótt þangað keyptar vörur.

Ferlið er einfalt, öruggt og þægilegt bæði fyrir seljanda og kaupanda. Fatasala.is tekur 15% söluþóknun af hverri sölu sem framkvæmd er í gegnum sölusíðuna. Ef upp koma einhver vandamál með kaup eða sölu, þá tekur Fatasala.is að sér að greiða úr þeim með þeim leiðum sem henta hverju sinni.

Komdu og skoðaðu úrvalið á fatasala.is

Fylgstu með á Facebook: Fatasala.is

Instagram: @fatasala.is

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum