„Þá vaknaði ég um miðja nótt við það að nágranni minn sem bjó fyrir neðan mig var að ríða. Hann var að ríða vinkonu sinni. Hún var með klámmyndatakta. Mikið að láta hann vita hversu mikill foli hann væri.“
Þannig hefst frásögn Hugleiks Dagssonar þar sem rætt er við hann um nágrannaerjur í tilefni kvikmyndarinnar Undir trénu. Sú mynd fjallar um erjur á milli nágranna og fengu framleiðendur nokkra vel valda einstaklinga til að segja frá sinni reynslu af nágrönnum sínum. Hugleikur Dagsson ríður á vaðið í myndskeiði sem birt er á Facebook-síðu kvikmyndarinnar. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni. Saga Hugleiks inniheldur mikið drama.
„Í fyrsta lagi er hræðilegt að vakna við það að heyra í einhverjum ríða í næsta herbergi því maður verður extra einmana þegar það rennur upp fyrir manni; „ af hverju er ég ekki að ríða?““ segir Hugleikur og heldur áfram: „En alla vega, hann er að ríða áfram og ég er að reyna að sofna. Ég held ég hafi byrjað á því að reyna horfa á eitthvað í tölvunni minni og sett á mig headphone. Þá heyri ég allt í einu aðra kvenmannsrödd út undan mér. Ég tek af mér headphone og fer að hlusta núna hvað sé í gangi. Þá var komin einhver sápa.“
Unnusta nágrannans var mætt á svæðið og uppgötvar sér til skelfingar að kærasti hennar er að halda framhjá.
„Ég heyri hana segja: „Ertu að halda framhjá mér. Ertu að halda framhjá mér? Hún byrjar að gráta og þetta verður bar alvarlegt. Ég finn til með henni. Hún segir: „Hleyptu mér inn“. Hún sparkað í rúðuna. Það er grind yfir rúðunni og svo heyri ég þriðju kvenmannsröddina sem er vinkona kærustunnar sem hafði skutlað henni þangað og hún segir: „Ég er með hamar úti í bíl.““
Hugleikur segir svo frá því að vinkonan fer að sækja hamar út í bíl á meðan kærastinn hótar að hringja á lögregluna. Myndskeiðið má sjá hér fyrir neðan: