fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Liverpool ætlar ekki að fara í stríð við United ef Sancho ætlar að velja peninga

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 26. nóvember 2019 13:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt Telegraph telur Manchester United sig leiða kapphlaupið um Jadon Sancho, kantmann Dortmund.

Talið er að Sancho fari frá Dortmund og það gæti mögulega gerst í janúar, ef marka má fréttir. Það er þó talið líklegra að hann fari næsta sumar.

Sancho er ósáttur í Dortmund, hann var sektaður á dögunum fyrir að mæta of seint og var svo skipt af velli í fyrri hálfleik gegn Bayern á dögunum. Hann taldi sig hafa verið teiknaðan upp sem fórnarlamb í slæmum leik liðsins.

Sancho var áður hjá Manchester City en fór til Dortmund til að spila, þar hefur hann slegið í gegn. United hefur mikinn áhuga fá þennan enska landsliðsmann.

Telegraph segir að Liverpool hafi áhuga en þar segir að félagið ætli ekki að fara í eitthvað uppboð við önnur lið, talið er að Dortmund vilji meira en 100 milljónir punda. Liverpool vill aðeins leikmenn sem vilja ólmir koma til félagsins.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool hefur haft samband við fólk í Dortmund og fyglist með gangi mála hjá Sancho. PSG og Real Madrid skoða einnig stöðuna hjá Sancho.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum