fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fókus

Jón Mýrdal birtir myndir eftir heilauppskurð – „Farið var með mig gufuruglaðan á bráðamóttökuna“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 21. nóvember 2019 21:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn þekkti veitingamaður Jón Mýrdal var hætt kominn fyrir ári síðan en þá var hann skorinn upp fyrir heilaæxli. Man hann ekkert eftir sjálfum sér frá þessu skeiði. Jón birtir meðfylgjandi myndir á Facebook-síðu sinni og minnist þess að ár er liðið frá þessum örlagaríka atburði. Hann getur þess einnig að hann hefur selt veitingastaðinn Messann og opnar nýjan veitingastað og bar í næstu viku:

 „Í gær var stór afmælisdagur hjá mér en þá var ár síðan farið var með mig gufuruglaðan á bráðamóttökuna og ég myndaður og sítrónustórt heilaæxli kom í ljós. Ég var tekinn í bráðaheilauppskurð samdægurs og æxlið var fjarlægt. Ég man ekkert eftir þessu né seinustu 2-3 vikum fyrir uppskurð. Það er á þessum stundum sem maður þakkar fyrir góða fjölskyldu og trausta vini. Ég væri ekki á lífi ef það væri ekki fyrir ykkur kæra fólk. Minnsta álagið var á mér í þessu öllu enda alveg útá túni og man ekkert. Þetta ár hefur aðallega farið í að ná fullri heilsu og gengur það mjög vel og hefur eftirlit með mér verið minnkað og þarf ég bara að mæta í heilamyndatöku einu sinni á ári. Það eru breytingar í vændum og hef ég selt Messann en kem til með að opna nýjan bar og veitingastað í næstu viku. Hægt verður að lesa um það í Fréttablaðinu um helgina.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 3 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni