Jose Mourinho sagði það árið 2015 að hann gæti aldrei ímyndað sér að þjálfa lið Tottenham.
Það sagði Mourinho er hann stýrði Chelsea í annað sinn en hann var í guðatölu hjá stuðningsmönnum.
Portúgalinn var svo ráðinn til Tottenham í vikunni og tekur við af Mauricio Pochettino.
Á blaðamannafundi í dag var Mourinho spurður út í þessi ummæli sem voru rifjuð upp.
,,Já ég sagði þetta en ég gerði það áður en ég var rekinn,“ svaraði Mourinho kokhraustur.