Furðuleg auglýsing sem ber nafnið Mómentið þegar þú átt sætan vinnufélaga, dreifist nú um netmiðla. Auglýsingin kemur frá sjoppu-keðjunni Kvikk – On the Go.
Hugðarefni auglýsingarinnar varðar hrifningu á vinnufélaga, en í henni má sjá langa draumkennda senu þar sem að leikararnir tveir dansa, mata hvort annað með sætindum og kyssast, næstum því.
Auglýsingin hefur vakið mikla athygli, en hátt í 500 manns hafa skilið eftir ummæli við færsluna þar sem hún birtist.
Það eru þau Styr Orrason og Magdalena Guðmundsdóttir sem leika í auglýsingunni, en þau virðast svo sannarlega eiga framtíðina fyrir sér
Þetta er ekki fyrsta auglýsingin frá Kvikk – On the Go sem vekur athygli, en áður hafa nokkrar með Agli Ploder gert garðinn frægan. Hér að neðan má sjá eina slíka en þar má sjá Egil leika Jókerinn.