Bernard Challandes, landsliðsþjálfari Kosovo, hefur grínast með það að hans menn þurfi að fótbrjóta Raheem Sterling í leik við England í dag.
Sterling var frábær er England vann Kosovo í síðustu viðureign og skoraði eitt og lagði upp tvö mnörk.
,,Í fyrsta leiknum gegn Englandi þá var svo mikið pláss og að stöðva hann var ómögulegt,“ sagði Challandes.
,,Hann hljóp 461 metra og var alltaf á fullu. Það er ótrúlegt, við getum aðeins fundið lausn til að stoppa hann sem lið.“
,,Eða við getum fótbrotið hann en við erum eiginlega of vinalegir.“