fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Bandarísk skúta í vandræðum rétt utan íslenskrar lögsögu: Sendi út neyðarboð

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. júlí 2017 08:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan hálf fjögur í nótt bárust boð frá neyðarsendi til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar. Sendirinn var þá djúpt suðvestur af landinu, skammt utan við íslenska lögsögu. Nánari eftirgrennslan leiddi í ljos að sendirinn tilheyrir bandrískri skútu. Kveikt var handvirkt á sendinum og því full ástæða til að telja að alvara sé á ferð.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Þar segir að rannsóknarskipið Árni Friðriksson hafi verið í þrjátíu sjómílna fjarlægð frá staðsetningu sendisins og hafi því verið óskað eftir að skipið færi þegar í stað á vettvang. Búist er við að Árni Friðriksson verði kominn á vettvang innan skamms.

Skipstjórnarmenn um borð í Árna Friðrikssyni segja að þungur sjór sé á svæðinu en ágætt skyggni. Varðskipið Þór er einnig á leið á vettvang en það var statt suður af landi þegar boðin bárust. Þór á þó eftir töluvert langa siglingu á vettvang.

Uppfært klukkan 8:52

Árni Friðriksson á nú skammt eftir að staðsetningu neyðarsendisins og sér áhöfn skipsins nú merki í ratsjá sem líkur eru á að séu frá bandarískri skútu sem neyðarsendirinn tilheyrir. Flugvél frá Isavia hefur verið kölluð út en hún er búin nákvæmum miðunarbúnaði. Hún fer væntanlega í loftið innan skamms og verður væntanlega komin á vettvang um klukkutíma eftir flugtak.

Einnig hefur Challenger eftirlitsflugvél frá danska flughernum verið kölluð út frá Syðri-Straumsfirði á Grænlandi. Hún verður væntanlega komin á vettvang um klukkan 11.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Guðrún Karls Helgudóttir er nýr biskup Íslands

Guðrún Karls Helgudóttir er nýr biskup Íslands
Fréttir
Í gær

Borgin segir staðreyndavillur hafa verið í umfjöllun Kastljóss um lóðasamningana við olíufélögin

Borgin segir staðreyndavillur hafa verið í umfjöllun Kastljóss um lóðasamningana við olíufélögin
Fréttir
Í gær

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu
Fréttir
Í gær

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elín Hirst óttast um velferð föður síns

Elín Hirst óttast um velferð föður síns