fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
433Sport

Emil staðfestir áhuga stórliðsins Roma: „Ég er að vonast til að þetta gerist“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 24. október 2019 12:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu hefur staðfest að Roma hafi áhuga á sér. Félagið skoðar kosti sína og er Emil einn af þeim sem félagið hefur áhuga á. Emil var gestur í hlaðvarpsþættinum, Fantasy​Gandalf.

Fyrst var fjallað um málið í gær. Þar er vitnað í ítalska miðla. Roma vantar miðjumenn en þeir Bryan Cristante, Lorenzo Pellegrini, Amadou Diawara og Henrikh Mkhitaryan eru allir frá vegna meiðsla.

Glugginn á Ítalíu er lokaður eins og á öðrum stöðum, félagið má því aðeins semja við leikmenn án félags og sem eru frá Evrópu. Emil hefur verið án félags síðan í sumar þegar samningur hans við Udinese rann út, hann er 35 ára gamall og leitar að nýju félagi.

,,Þetta er í vinnslu, ég veit að það eru mikil meiðsli hjá Roma. Þeir geta ekki fengið leikmenn nema frá Evrópu, sem eru án samnings. Ég mögulega kem til greina,“ sagði Emil í þættinum.

,,Það er búin að vera einhver umræða, svo er spurning hvort það fari enn lengra. Það verður að koma í ljós, ég er að vonast til að þetta gerist.“

,,Það er erfitt að segja eitthvað, þeir eru með haug af meiðslum. Þess vegna kom þetta upp, það er eitthvað í land að þetta verði af einhverju.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“