fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Starfsmaður JetBlue í vondum málum: Lét vini og vandamenn fá betri sæti – Gæti fengið 20 ára dóm

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 23. október 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmaður bandaríska lággjaldaflugfélagsins JetBlue gæti átt tuttugu ára fangelsisdóm yfir höfði sér eftir að upp komst að hún hafði látið vinum og vandamönnum í té betri sæti í vélum félagsins.

Starfsmaðurinn, Tiffany Jenkins, notaði sérstakan kóða í bókunarvél félagsins sem á að gera starfsmönnum kleift að fá betri sæti en þessi hefðbundnu án þess að greiða aukalega fyrir. Kóðann á helst ekki að nota nema í neyðartilvikum, til dæmis þegar dauðsföll verða eða þegar fólk missir af flugi.

Saksóknarar telja að Tiffany hafi í að minnsta kosti 500 skipti gert þetta fyrir vini og vandamenn áður en upp um hana komst. Tiffany var handtekin í nóvember í fyrra en grunur leikur á að hún hafi stundað þetta markvisst á tímabilinu frá júlí 2016 og fram til september 2017.

Telja saksóknarar að um hafi verið að ræða 505 flugmiða fyrir rúmlega hundrað manns. Þessi gjörningur Tiffany hafi í raun kostað flugfélagið 785 þúsund Bandaríkjadali, um hundrað milljónir króna.

Að því er fram kemur í frétt Boston Globe hefur Tiffany þegar játað sök í málinu en dómur mun falla í janúar. Í frétt blaðsins kemur fram að hámarksrefsing fyrir brot af þessu tagi sé 20 ár í fangelsi. Þá eru taldar líkur á að henni verði gert að greiða JetBleu allt að eina og hálfa milljón dala í bætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?