fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

Hinn umdeildi Woodward útskýrir mál sitt: „Alltaf sama sagan á lofti um að ég horfi á Youtube og velji leikmenn“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 22. október 2019 12:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ed Woodward, stjórnarformaður Manchester United er umdeildur í starfi. Hann hefur fengið mikla gagnrýni síðustu ár. Woodward hefur keypt mikið af leikmönnum en ekkert hefur gengið.

Woodward opnar sig um málið og segist ekki koma að neinu nema að semja um kaupverð. Hann velji ekki hvaða leikmenn eigi að koma til félagsins, sérfræðingar sjá um það.

,,Ákvörðun um kaup á leikmanni er öll hjá sérfræðingum í því máli. Mitt verk er að borga,“ sagði Woodward í ítarlegu viðtali við United We Stand.

,,Stjórinn velur þá leikmenn sem koma til greina, við myndum aldrei kaupa leikmann sem stjórinn vill ekki fá. Hann myndi þá ekki spila þeim, við viljum líka að þeir sem sjá um að greina og finna leikmenn, hafi eitthvað að segja líka.“

Woodward virðist vera orðinn þreyttur á sögum um sig og hvernig málin ganga fyrir sig hjá Manchester United.

,,Ég kem ekki nálægt því að velja leikmenn, eins og margir halda. Það er alltaf sama sagan á lofti um að ég horfi á Youtube og velji leikmenn, það geri ég ekki. Að hafa auga fyrir leikmanni er list, ég hef ekki áhuga á slíku.“

Woodward vill að ferlið gangi vel fyrir sig þegar leikmenn eru keyptir. ,,Ég vil að þessi agi í svona málum, þú ert að borga oft háa upphæð fyrir leikmann. Þú verður að vera viss um að þú sért að gera meira rétt en rangt.“

,,Þegar ég kem að málinu þá er ég að borga, ég byrja á að skoða þann kost sem stjórinn vill helst og reyni við það. Ef það gengur ekki upp, þá fer ég í kosti tvö eða þrjú.“

Viðurkennir mistök:
Woodward viðurkennir að fyrirkomulagið hjá félaginu hafi ekki verið rétt til að byrja með, þegar hann var að fara af stað. Of margir hafi komið að verki. ,,Kerfið okkar var ekki rétt, tólf útsendarar fóru með málið til yfirnjósnara var ekki gott. Of margar skoðanir á einu máli.“

,,Við verðum að viðurkenna að ferlið var ekki nógu gott síðustu ár. Við teljum okkur vita núna hverjir eru okkar færustu menn í þessu máli. Ég bið fólk um að dæma þessa deild okkar eftir nokkra glugga, þegar við höfum vonandi komist á þann stað sem við viljum vera á.“

Woodward segir allt plan fyrir janúargluggann klár, Ole Gunnar Solskjær vill leikmenn. ,,Stjórinn sest niður í september og lætur vita hvaða stöður hann vill styrkja og hvaða karakter hann er að leita af. Það ferli er því búið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ferillinn á hraðri niðurleið – Sagður skoða tilboð frá Mexíkó

Ferillinn á hraðri niðurleið – Sagður skoða tilboð frá Mexíkó
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gerrard hugsar enn um mistökin gegn Chelsea

Gerrard hugsar enn um mistökin gegn Chelsea
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Ísak Snær til Lyngby
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Alexandra var vongóð: ,,Djöfull erum við að fara taka þær“

Alexandra var vongóð: ,,Djöfull erum við að fara taka þær“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“
433Sport
Í gær

Steini Halldórs um eigin framtíð: ,,Ég myndi að sjálfsögðu alltaf hafa mig áfram“

Steini Halldórs um eigin framtíð: ,,Ég myndi að sjálfsögðu alltaf hafa mig áfram“
433Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“