fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Erfið vika hjá Trump – Hægri hönd hans stórskaðaði málsvörn hans

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. október 2019 07:00

Donald Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasta vika var erfið hjá Donald Trump, Bandaríkjaforseta, en mörg spjót standa á forsetanum þessa dagana. Hann hefur sætt harðri gagnrýni andstæðinga sinna og samflokksmanna fyrir að svíkja Kúrda og leyfa Tyrkjum að ráðast á þá í Sýrlandi. Kúrdar voru helstu bandamenn Vesturlanda í stríðinu gegn Íslamska ríkinu og þykir mörgum sem Trump hafi stungið þá illilega í bakið með ákvörðun sinni. Trump hefur sjálfur tröllatrú á sjálfum sér og hæfileikum sínum eins og kunnugt er. Hann segir þessa ákvörðun sína vera mestu herstjórnarsnilld sögunnar en því eru herforingjar og fleiri alls ekki sammála. En það sem hvílir kannski þyngst á Trump þessa dagana er rannsókna fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintri misnotkun hans á völdum sínum og embættisafglöpum. Segja má að einn nánasti samstarfsmaður hans og hægri hönd hafi gert stórt gat á málsvörn Trump á fimmtudaginn.

Trump hefur harðneitað að hafa fryst fjárstuðning til Úkraínu til að þrýsta á úkraínsku ríkisstjórnina að rannsaka og reyna að grafa upp eitthvað misjafnt um helsta pólitíska andstæðing hans, Joe Biden. En á fimmtudaginn kom Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, fram á fréttamannafundi og gerði stórt gat á þessa málsvörn Trump. Hann sagði þá að ein af ástæðunum fyrir að fjárveiting upp á 391 milljón dollara hafi ekki verið greidd til Úkraínu á tilsettum tíma hafi verið vegna kröfu Trump um að þarlend stjórnvöld rannsaki forsetakosningarnar 2016 í Bandaríkjunum og reyni að grafa eitthvað misjafnt upp um demókrata.

„Sagði hann mér að áhyggjurnar af spillingu væru tengdar netþjóni miðstjórnar demókrataflokksins? Algjörlega. Enginn vafi á því. Af þeim sökum greiddum við ekki fjárhæðina.“

Sagði Mulvaney og vísaði þarna til kenningar um að árás tölvuþrjóta á tölvur demókrata í kosningabaráttunni hafi verið sviðsett og hafi tengst Úkraínu en Rússum hafi verið kennt um hana og hafi árásin verið upphafið að 18 mánaða langri rannsókn á tengslum Trump við Rússa.

Mick Mulvaney. Mynd:Wikimedia Commons

Það hvort Trump hafi dregið að greiða peningana til Úkraínu til að styrkja sjálfan sig pólitískt er aðalpunkturinn í þeirri forrannsókn sem fulltrúadeildin  hefur sett af stað á meintri misnotkun valds og embættisafglöpum Trump. Játning Mulvaney gerir ekkert annað en þrengja netið um Trump. Viðbröðin við orðum hans létu enda ekki á sér standa. Lögmenn Trump vísuðu orðum Mulvaney á bug. Dyggasti stuðningsmaður Trump, sjónvarpsmaðurinn Sean Hannity sagði Mulvaney vera „heimskan“. Demókratar sögðu þetta vera játningu  og margir repúblikanar, sem hafa hingað til hafa varið gjörðir Trump, lýstu yfir áhyggjum sínum af málinu. Lisa Murkowski, þingmaður repúblikana frá Alaska, sagði að ekki væri hægt að draga greiðslur fjárstyrkja sem samþykktir hafi verið til að ná fram pólitískum markmiðum.

Það kom ekki að miklu gagni að Mulvaney reyndi síðan að draga orð sín til baka.

Þá gagnrýndu margir á hægri vængnum ákvörðun Trump um að halda næsta G7 fund á golfhóteli sínu í Flórída.  Í leiðara hins íhaldssama dagblaðs Washington Examiner var skrifað að þessi ákvörðun Trump gerði enn erfiðara að verkum að trúa „að ósæmileg krafa Trump á hendur Úkraínumönnum“ hafi snúist um baráttu gegn spillingu. Trump tilkynnti síðan á Twitter um helgina að hann væri hættur við að halda fundinn á hóteli sínu og kenndi demókrötum aðallega um að hann neyddist til að taka þessa ákvörðun.

Mitch McConell. Mynd:Bandaríska varnarmálaráðuneytið

Það vakti síðan mikla athygli á föstudaginn þegar Washington Post birti grein eftir Mitch McConell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, þar sem hann gagnrýndi Trump harðlega fyrir ákvarðanir hans varðandi innrás Tyrkja í Sýrland. Hann sagði ákvörðunina vega að öryggi Bandaríkjanna. McConnell bað félaga sína í öldungadeildinni einnig um að undirbúa sig undir að réttað verði yfir Trump fljótlega þar sem þess verði krafist að hann verði sviptur embætti. Eins og staðan er núna er þó ólíklegt að öldungadeildin muni samþykkja að Trump verði sviptur embætti en til þess að svo verði þurfa 20 repúblikanar í deildinni að ganga til liðs við demókrata og samþykkja það. En Trump er í miklum ólgusjó þessa dagana og ekki óhugsandi að fleiri mál komi upp á yfirborðið eða að fleiri stígi fram og skýri frá atriðum sem geta komið forsetanum illa. Brestir virðast vera komnir í varnir stuðningsmanna hans.

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup, sem var gerð áður en Mulvaney kom fram á fréttamannafundinum, styðja 52 prósent Bandaríkjamanna að Trump verði settur af. Til samanburðar má nefna að þegar Richard Nixon sagði af sér 1974 studdu 58 prósent landsmanna að honum yrði vikið úr embætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?