fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fókus

Vilhelm og Sigfús taka Óttar á beinið – „Hefur aldrei verið vandamál, kannski því ég er ekki fáviti“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 14. október 2019 15:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er ekki auðvelt að vera uppistandari, greinahöfundur eða skopmyndateiknari þessa dagana.“

Svona hefst pistill sem Óttar Guðmundsson skrifar á Vísi. Í pistlinum gagnrýnir Óttar það sem kallað hefur verið pólitískur rétttrúnaður en hann segir þjóðina verða leiðinlegri með hverjum degi sem líður.

„Menn eru sífellt að móðga einhvern sem fer beina leið á netmiðlana og ásakar viðkomandi fyrir rasisma, kvenfyrirlitningu, hommahatur eða afneitun á umhverfisvandanum. Netið hefnir sín síðan grimmilega á hverjum þeim sem ekki fylgir óskráðum leikreglum þess.“

Óttar segir að tíðarandi nútímasamfélags geri grófar svívirðingar og hótanir fullkomlega eðlilegar.

„Í nútímasamfélagi er pólitískt rétt að vera stöðugt móðgaður fyrir hönd ofsóttra minni- og meirihlutahópa. Margir hoppa á vagninn og slást í för með hinum móðguðu á sama hátt og allur almenningur fyrri alda tók þátt í kirkjulegri skoðanakúgun. Þessi tíðarandi réttlátrar reiði gerir grófar svívirðingar og hótanir fullkomlega eðlilegar. Vídalínspostilla er safn gífurmæla til að halda fólki í viðjum óttans. Kommentakerfið er drullupollur skítkasts og illmælgi. Þetta þrengir tjáningarfrelsið enda er einungis ein skoðun leyfileg. Fullkomið húmorleysi er einkenni hinnar pólitískt rétthugsandi þjóðar.“

Ekki eru allir á sama máli og Óttar. Grínistarnir Vilhelm Neto og Stefán Vigfússon tengja ekki við það að það sé erfitt að vera grínisti í dag.

Þetta segja þeir á Twitter-síðum sínum í dag en Vilhelm segist ekki kanna við vandamálin sem Óttar segir hrjá íslenska grínista í dag.

„Erfiðast fyrir mig í uppistandi er sýningarstressið. Hitt hefur aldrei verið vandamál, kannski því ég er ekki fáviti.“

Stefán er á svipuðu máli og Vilhelm en hann segir það ekki vera erfitt að vera grínisti án þess að vera sakaður um allskyns fyrirlitningu.

„Mér finnst hinsvegar erfitt að vera háður áliti annara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Matthías Páll selur Kópavogskastalann

Matthías Páll selur Kópavogskastalann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konunglegur lausaleikskrógi afhjúpaður – „Ég er líffræðilegur faðir Clements“

Konunglegur lausaleikskrógi afhjúpaður – „Ég er líffræðilegur faðir Clements“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“