fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Getnaðarlimir verndaðra eðla seldir sem helgar rætur

Umfangsmikið svindl og veiðiþjófnaður – „Áfall“ segja dýraverndunarsamtök

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 26. júní 2017 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresku dýraverndunarsamtökin World Animal Protection gáfu út yfirlýsingu í síðustu viku vegna umsvifamikils svindls. Þá var maður handtekinn í Noida héraði í Indlandi, nálægt höfuðborginni Nýju Delhi, tengdur því.

Hann og fleiri eru grunaðir um að selja falskar Hatha Jodi rætur. Hatha jodi er mjög sjaldgæf og vex einungis á afskekktum svæðum í Indlandi og Nepal. Rótin er talin hafa mikinn kraft og fólk frá Asíu notar hana í trúarathöfnum til þess að öðlast hamingju, heppni og auð. Gangverðið á hverri rót getur hlaupið á tugum þúsunda króna.

Kynfærði verndaðra eðla

Það sem svindlararnir hafa hins vegar verið að selja á netinu og víðar eru hins vegar alls ekki Hatha Jodi rætur heldur þurrkaðir getnaðarlimir eðla sem líkjast rótunum. Ekki nóg með það þá eru þessar eðlur (e. monitor) í útrýmingarhættu og hafa verið verndaðar í Indlandi síðan 1972.

Ljóst er að um umsvifamikinn veiðiþjófnað er að ræða og framboðið annar ekki eftirspurninni. Því hafa svindlararnir tekið upp á því að taka afsteypur af eðlukynfærunum (en ekki rótinni sjálfri) og selja þær einnig.

„Við erum í áfalli vegna umfangs þessarar óforskömmuðu starfsemi með ólöglegar dýraafurðir.“ Sagði dr. Neil D´Cruze hjá World Animal Protection. Varað er við kaupum á Hatha Jodi á netinu sem t.d. eru seldar á vefnum Amazon.com á u.þ.b. 60 dollara stykkið (um 6000 kr).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Í gær

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni
Fréttir
Í gær

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?