fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Kynning

Komdu í besta form lífs þíns með einkaþjálfarann í snjallsímanum!

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 11. október 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég æfði með Amöndu í heilt ár og náði besta tímabili í líkamsrækt sem ég hef átt. Ég sá breytingar jafnt og þétt allan tímann strax frá fyrsta mánuði og fram að síðustu æfingunni. Ég myndi mæla með henni fyrir alla sem halda að þeir njóti þess ekki að fara í ræktina, þar sem hún hvatti mig ekki bara áfram heldur sneri hatri mínu á ræktinni í það að njóta þess að fara á æfingar og stunda líkamsrækt.“ –Guðmundur Gunnar Garðarsson.

„Ég er ótrúlega ánægð með fjarþjálfunina hjá Amöndu. Æfingarnar eru mjög krefjandi og ég er sífellt að fara út fyrir þægindarammann minn sem er einmitt það sem ég þurfti. Appið sem hún notar er líka frábært og hún er dugleg að senda manni og athuga hvernig gengur. Ég mæli hiklaust með henni!“ – Sara Petra

„Eftir margra ára kyrrsetulíf og nokkrar misheppnaðar tilraunir til virkari lífsstíls, reyndist það einmitt slíkt gæfuspor fyrir mig að fara í einkaþjálfun til Amöndu. Hún býr ekki einungis yfir yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu af þjálfun og keppni, heldur er hún líka sérstaklega viðkunnanleg manneskja og einstök fyrirmynd. Með vel útfærðu hlaupa- og styrktarprógrammi hefur hún vísað mér veginn að betra lífi. 10 mánuðum og 25 töpuðum kílóum síðar (án megrunarkúrs), er ég í einu besta líkamlega formi lífs míns, hleyp hálfmaraþon og aðrar vegalengdir á betri tíma en þegar ég var ungur maður, og lifi bæði virkum og heilbrigðum lífsstíl. Ég kann ákaflega vel við þennan „nýja mig“ og ætla að leyfa honum að njóta sín áfram um ókomna tíð. Takk fyrir mig, Amanda, ég hefði ekki getað gert þetta án þín!“ – Yngvi Björnsson

Komdu þér í form hvar sem er

Það hentar ekki öllum að mæta á fyrirfram ákveðnum tíma í ræktina og hafa einkaþjálfarann standandi yfir sér á meðan þeir svitna og púla. Margir vilja miklu frekar fá prógramm í símann þar sem þeir geta hreyft sig á sínum forsendum og á sínum tíma. Auk þess hentar ræktarumhverfið ekki öllum og margir vilja gera æfingarnar heima hjá sér eða úti. Fitlife er hugarfóstur Amöndu Marie Ágústsdóttur sem hefur starfað sem þjálfari í sjö ár og einkaþjálfari í fjögur ár. „Ég vinn sem einkaþjálfari hjá World Class og Fitlife er framlenging á því starfi. Mér fannst tilvalið að bjóða upp á þessa þjónustu til þess að geta hjálpað sem flestum,“ segir Amanda.

 

Vill alltaf veita topp þjónustu

„Markmið mitt er ávallt að viðskiptavinurinn nái sínu markmiði og það er það besta sem ég veit þegar það gerist. Margir hafa neikvæðar tilfinningar gagnvart ræktinni eða hreyfingu en ég vil hjálpa fólki að mynda heilbrigt samband við æfingar og mat. Það er ómetanleg tilfinning að kenna fólki að njóta þess að hreyfa sig. Ég varast líka að taka við fleirum en ég hef tök á, því ég vil alltaf geta boðið upp á topp þjónustu.“

Amanda er stjörnum prýddur einkaþjálfari með gífurlega reynslu, bæði af því að þjálfa sjálf og þjálfa aðra. Einkaþjálfaranám hjá NASM, þjálfararéttindi hjá IRONMAN og fyrsta stig sem þríþrautarþjálfari hjá International Triathlon Union. Amdanda hefur alltaf verið í keppnisíþróttum og í dag keppir hún í þríþraut. Hvort sem þú vilt styrkjast, bæta úthald eða lækka fituprósentuna þá veit Amanda hvað þarf til að ná árangri.

 

Fitlife: Snjöll leið til að ná markmiðunum

Ferlið er sáraeinfalt, enda á það að vera einfalt og skemmtilegt að koma sér í form.

„Fitlife byggist á snjallforriti fyrir iPhone- og Android-síma, þar sem þú færð sérsniðið prógramm með æfingaplani og matarplani. Ef þig vantar aðstoð við æfingarnar, ráðleggingar eða hvatningu þá nærðu alltaf í mig í gegnum skilaboð, hvort sem er í tölvunni eða símanum.“

  1. Þú skráir þig hjá Fitlife og hleður niður Fitlife-snjallforritinu.
  2. Þú svarar spurningalista og út frá þínum svörum sníður Amanda persónulegt æfingaplan fyrir þig. Einnig færðu sérsniðið matarplan.
  3. Þú byrjar að hreyfa þig og getur fylgst með árangrinum í snjallforritinu.

Snjallforritið inniheldur myndbönd sem kenna nákvæmlega hvernig á að gera hverja æfingu fyrir sig. Þú skráir niður árangur og framfarir í appið. Einnig geturðu hlaðið inn myndum til að fylgjast með árangrinum. Í forritinu er matarplan samsett af næringarfræðingi sem hjálpar þér að halda utan um mataræðið. Matarplönin eru brotin upp í „macros“. Hægt að hafa plönin keto, vegan, vegetarian, holistic, gluten free, low glycemic, no lactose, balanced og fleiri útgáfur. Fitlife mætir þér þar sem þú ert og hentar þeim markmiðum sem þú vilt setja þér.

„Einkaþjálfun er alltaf persónubundin. Hvort sem hún gerist á staðnum eða í gegnum símann byggist hún alltaf á sambandinu við viðskiptavininn og því að hvetja hann í áttina að sínum markmiðum,“ segir Amanda. Það er afar misjafnt hve lengi viðskiptavinir stoppa hjá Amöndu og Fitlife en langflestir eiga það sameiginlegt að hafa náð þeim árangri sem þeir ætluðu sér. „Þónokkrir hafa verið hjá mér alveg frá því ég byrjaði að þjálfa. Einnig koma sumir í 1–3 mánuði rétt til þess að koma sér af stað í ræktinni eða ná tímabundnum markmiðum. Margir koma svo aftur til mín til þess að ná enn betri árangri.“

 

Nánari upplýsingar á fitlife.is

Fylgstu með á Facebook: FitLife Einkaþjálfun – Amanda Marie

Instagram: Amanda m agustsdottir

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum