fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Dóttir Loga Bergmanns fékk símann hans lánaðan: „Nokkru síðar fékk ég þessa tilkynningu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 8. október 2019 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loga Bergmann brá heldur í brún þegar hann fékk samþykkta inngöngu í hesta söluhóp á Facebook. Hrafnhildur, 9 ára gömul dóttir hans, hafði verið í símanum hans áður. Logi greinir frá þessu bráðfyndna atviki á Facebook.

„Dóttir mín, 9 ára, bað um að fá símann minn í smástund. Það gerist oft. Hún fer í leiki, tékkar á strætóferðum eða skoðar eitthvað á netinu. Svo skilaði hún símanum. Nokkru síðar fékk ég þessa tilkynningu sem fylgir,“ segir Logi og vísar í myndina hér að neðan.

„Við höfum átt þessar samræður nokkuð oft. Það stendur ekki til að kaupa hest. En í ljósi þess að hún man sennilega kreditkortanúmer mömmu sinnar þá væri fínt ef þið mynduð ekki selja Svanhildi hest. Sérstaklega ekki ef hún hljómar sérstaklega unglega,“ segir Logi.

Hann deilir einnig samtali milli sín og Svanhildar, eiginkonu sinnar. Logi spyr hana hvernig það hafi eiginlega gerst að hann hafi fengið inngöngu í hesta söluhóp.

„Hahahahaha!!! Hrafnhildur var að tala um það í dag að hana vantaði hest,“ svaraði Svanhildur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Messi að skrifa undir
Fókus
Í gær

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali
Fókus
Í gær

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það vex á mér vömbin og spikið!

Það vex á mér vömbin og spikið!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig