

Íslenska landsliðið kom saman í gær fyrir leiki sína gegn Frakklandi og Andorra í undankeppni EM, leikið er við Frakka á föstudag en Andorra á mánudag.
Vefsíðan Transfermarkt heldur úti samantekt um verðmæti allra atvinnumanna í fótbolta.
Þannig kemur í Ljós að Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton er í sérflokki þegar kemur að verðmiða á sér. Gylfi er metinn á 4,8 milljarða íslenskra króna.
Á eftir Gylfa kemur Alfreð Finnbogason framherji Augsburg sem metinn er á 2 milljarða. Afrek á knattspyrnuvellinum, samningslengd, áætlaðar tekjur og fleira spila þarna stórt hlutverk.
Jóhann Berg Guðmundsson kantmaður Burnley kemur í þriðja sætinu, metinn á 1,4 milljarð íslenskra króna.
Lista um þá tíu verðmætustu má finna hér að neðan.

Gylfi Þór Sigurðsson – £31.5 milljónir punda (4,8 milljarðar)

Alfreð Finnbogason 13,5 miljónir punda (2 milljarðar)
Jóhann Berg Guðmundsson 9 milljónir punda (1,4 milljarður)

Arnór Sigurðsson 6.3 milljónir punda (960 milljónir)

Hörður Björgvin Magnússon £4.5 milljónir punda (687 milljónir)

Sverrir Ingi Ingason £3.6 milljónir punda (550 milljónir)

Ragnar Sigurðsson £3.15 milljónir punda (480 milljónir)

Aron Einar Gunnarsson 2.25 milljónir punda (343 milljónir)

Rúnar Alex Rúnarsson 2.25 milljónir punda (343 milljónir)

Albert Guðmundsson 2.25 milljónir punda (343 milljónir)