fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Banaslys í teygjustökki rakið til lélegrar enskukunnáttu

Kennarinn sagði „no jump“ – Vera misskildi og taldi hann hafa sagt „now jump“

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. júní 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómstóll í Cantabria á Spáni hefur úrskurðað að dauði sautján ára stúlku, Veru Mol, sem lést í teygjustökki skammt frá Cabezón de la Sal í norðurhluta Spánar árið 2015, megi að nokkru leyti rekja til lélegrar enskukunnáttu leiðbeinandans.

Vera, sem var hollensk, var með hópi vina þegar kom að því að fara í teygjustökk. Svo virðist vera sem hún hafi talið að allt væri klappað og klárt fyrir stökkið en svo reyndist ekki vera. Hún hrapaði til bana þar sem öryggisfestingar voru enn lausar.

Vitni að atvikinu sögðu að enskukunnátta leiðbeinandans hafi ekki verið upp á marga fiska. Þannig hafi hann sagt „no jump“ en Vera líklega misskilið hann og talið hann hafa sagt „now jump“ eða „stökktu núna“.

Málið fór fyrir dómstóla og samkvæmt úrskurði dómstóls í Cantabria á dögunum á fyrirtækið sem stóð fyrir stökkinu, FlowTrack, nú yfir höfði sér saksókn vegna manndráps af gáleysi. Að mati dómstólsins hefði verið hægt að koma í veg fyrir dauða stúlkunnar hefði leiðbeinandinn notað rétta ensku og sagt „don‘t jump“, eða „ekki stökkva“.

Þá var sett út á það að leiðbeinandinn hafi ekki athugað með aldur stúlkunnar, en samkvæmt reglum fyrirtækisins verða þeir sem fara í teygjustökk að hafa náð átján ára aldri. Vera var sem fyrr segir 15 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna
Fréttir
Í gær

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun