fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Hildur heltekin af Jókernum: „Við erum öll svo dramatísk á Íslandi“

Tómas Valgeirsson
Fimmtudaginn 3. október 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Hildur Guðnadóttir hefur á þessu ári orðið ein sú umtalaðasta í sínu fagi. Nýverið hlaut hún Emmy-verðlaun fyrir tónlistina í virtu sjónvarpsþáttunum Chernobyl og hlaut einnig boð um að taka sæti í bandarísku kvikmyndaakademíunni. Þar að auki semur hún alfarið tónlistina fyrir kvikmyndina Joker, sem frumsýnd er um helgina og margir hverjir beðið með mikilli eftirvæntingu.

Hildur var í viðtali við fréttaveituna NPR (National Public Radio) þar sem tónlistarkonan veitir innsýn í sinn eigin hug og persónunnar alræmdu sem nýjasta verk hennar fjallar um. Hildur er sögð eiga ýmislegt sameiginlegt með Jókernum; hún brosir og hlær heilmikið en hið innra býr mikið myrkur. Hildur byrjaði fyrst að kynna sér selló sem leið til að líta innávið, til að verja stundum einsömul með tónlistinni, án orða eða utanaðkomandi áreitis.

„Stór hluti tónlistar minnar snýst um sjálfsskoðun og einhverra hluta vegna hallast hún yfirleitt nær minni myrku hlið. Það hvílir greinilega svolítill drungi yfir innri rödd minni,“ segir Hildur.

Hildur hefur spreytt sig í tónlist frá fimm ára aldri og segir hún að móðir hennar hafi ákveðið að Hildur yrði sellóleikari áður en hún fæddist. „Nafnið mitt þýðir í raun Stríð, dóttir Guðs,“ segir Hildur. „Við erum öll svo dramatísk á Íslandi.“

Aðspurð hvernig hún nálgaðist tónlistina í kvikmyndinni um Jókerinn, segir Hildur að Todd Phillips, leikstjóri myndarinnar, hafi framar öllu beðið hana um að sýna persónunni samúð. Hildur segir um Jókerinn: „Hann reynir sitt besta til að færa heiminum gleði og tekst það ekki vegna ýmissa kringumstæðna.

Ég tengdi mig við þetta á vissan hátt. Þetta er sorgarsaga, þannig að mér fannst mikilvægt að tónlistin kæmi mýkri hliðum persónunnar til skila.“

Tónlistin spiluð í tökum

Sagan í Joker tekur þarna nýjan vinkil forsögunnar um hvernig Jókerinn varð að þeim alræmda glæpamanni sem flestir þekkja. Joaquin Phoenix fer með titilhlutverkið og segja sérfræðingar að um ótvíræðan leiksigur sé að ræða hjá leikaranum. Hildur segist gjörsamlega hafa fallið fyrir handriti myndarinnar og byrjaði hún að semja tónlistina áður en tökur hófust. Þetta þykir óvenjulegt ferli, þar sem tónlist er yfirleitt samin eftir á, þegar búið er að klippa saman grófa útgáfu af heildarverkinu.

Todd Phillips heillaðist strax af tónlistinni og ákvað að spila hana á meðan ákveðnar senur voru í tökum, til að gefa bókstaflega tóninn fyrir andrúmsloftið sem eftir var sóst.

Tónlistarkonan segir það ekki fjarri raunveruleikanum að Jókerinn hafi einfaldlega heltekið hana. „Ég settist niður með sellóið til að reyna að leiða mig í gegnum hugann á aðalpersónunni. Ég reyndi að halda utan um þá tilfinningu sem ég fékk þegar ég las handritið. Um leið og ég kom fyrstu nótunum frá mér fékk ég mjög sterka tilfinningu, sem gersamlega sló mig. Viðbrögðin sem ég fékk þá voru: Já, þarna fann ég þetta!“ segir Hildur, en brot úr tónlist kvikmyndarinnar Joker má heyra að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood
Fókus
Fyrir 3 dögum

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“