fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Stjarna United sagði í beinni að Solskjær yrði rekinn á morgun: Var sagt að hætta

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 23. september 2019 14:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United tapaði öðrum leik sínum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu í gær er liðið mætti West Ham. United byrjaði tímabilið á 4-0 sigri á Chelsea en tókst ekki að vinna næstu þrjá leiki eftir þann sigur.

Liðið vann svo Leicester 1-0 í síðustu umferð en tapaði svo 2-0 gegn West Ham í London í dag. Þeir Andriy Yarmolenko og Aaron Cresswell sáu um að skora mörk heimamanna í flottum sigri.

Pressa er byrjuð að myndast á Ole Gunnar Solskjær í starfi, liðinu hefur ekki vegnað vel frá því að hann fékk ráðningu til framtíðar. Þannig hefur Phil Jones, varnarmaður félagsins verið gómaður að grínast með brottrekstur hans.

Jones var utan hóps í London í gær en sat í stúkunni. Daliy Mail hefur fengið staðfest frá tveimur varalesurum að hann segi ,,Rekinn í fyrramálið.“

Fyrir framan Jones var Ed Woodward, stjórnarformaður félagsins sem bað hann um að þegja. ,,Hættu, við erum í beinni útsendingu,“ svaraði Woodward.

Ljóst er að þetta bætir ekki stöðu Jones sem hefur spilað einn leik á þessu tímabili. Atvikið er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nær óþekkjanlegur þegar hann mætti aftur til vinnu

Nær óþekkjanlegur þegar hann mætti aftur til vinnu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Opinbera samband sitt með djörfum myndum – Önnur þeirra er nýlega komin úr skápnum

Opinbera samband sitt með djörfum myndum – Önnur þeirra er nýlega komin úr skápnum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Slot ómyrkur í máli – „Staðan er óásættanleg“

Slot ómyrkur í máli – „Staðan er óásættanleg“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tómt vesen á Ajax – Galatasaray tapaði óvænt

Tómt vesen á Ajax – Galatasaray tapaði óvænt
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Frank verður ekki rekinn en fólkið á bak við tjöldin hefur áhyggjur af þessu

Frank verður ekki rekinn en fólkið á bak við tjöldin hefur áhyggjur af þessu
433Sport
Í gær

Arsenal langlíklegasta liðið til að vinna Meistaradeildina

Arsenal langlíklegasta liðið til að vinna Meistaradeildina