fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Simmi barðist fyrir börnunum sínum „Við gátum ekki verið edrú saman“

Íris Hauksdóttir
Laugardaginn 21. september 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Árnason er fertugur fjögurra barna faðir. Hann starfar sem bílasali og hefur um langa hríð unnið við akstur hinna ýmsu ökutækja. En hann er líka óvirkur fíkill og tekur því hlutverki alvarlega.

Simmi, eins og hann er alltaf kallaður, á sér langa sögu og segist stoltur af fortíðinni því sögu sína nýti hann til að hjálpa öðrum. „Ég eignaðist mitt fyrsta barn í janúar 2004 og hafði þá verið edrú alla meðgönguna. Í kjölfarið upplifði ég svo allar þessar tilfinningar sem fylgir því að eignast barn, svakalega gleði og yfirþyrmandi verndunartilfinningu. Ég ætlaði sko ekki að bregðast þessu barni. Fjórum mánuðum síðar féll barnsmóðir mín og ég reyndi í örvæntingu að sannfæra sjálfan mig hvernig eitt fix myndi nokkuð skaða svo ung barn. Ég átta mig á að heilbrigðir einstaklingar geta ekki sett sig í þessi spor eða skilið hvernig heili fíkils virkar en svona skemmist hann og verður algjörlega háður efnum. Jafnvel þegar maður er ekki einu sinni að nota þau. Það er einmitt þegar maður er edrú og er ekki að vinna í sjálfum sér sem heilinn reynir að finna upp leiðir hvernig einn skammtur sé skaðlaust. Svo fer auðvitað allt til fjandans um leið og maður fær sér þetta eina því þá vill maður alls ekki hætta. Til að gera langa sögu stutta var dóttir okkar að endingu tekin af okkur þrátt fyrir að okkur hafi verið gefin mörg tækifæri til að gera betur. Við gátum bara ekki verið edrú saman.“

Ófrísk í fangelsi, eitt barn í fóstri og annað á leiðinni

Fjórum árum síðar endaði barnsmóðir Simma í fangelsi þar sem kom í ljós að hún var aftur orðin ófrísk. Ástandið á Simma var jafnframt afar slæmt. „Ég var að nota meira en ég hafði nokkurn tímann gert af mjög sterkum ópíum-lyfjum ásamt örvandi efnum og varð rosalega veikur ef langt leið á milli skammta. Með eitt barn í fóstri og annað á leiðinni sem ekkert útlit var fyrir að við fengjum að halda og yrði tekið strax við fæðingu ákvað ég að snúa blaðinu endanlega við. Þarna um haustið fór ég í mína síðustu meðferð á Vog og Staðarfell. Í þessari meðferð gerðist eitthvað. Með aðstoð ráðgjafa setti ég niður á blað plan hvernig ég ætlaði að komast edrú út í lífið og hverngi ég ætlaði að takast á við það að eignast barn tveimur mánuðum eftr útskrift. Eins þurfti ég að hugsa til þess hvernig ég tæki því ef barnið yrði tekið af mér en það sem mestu máli skipti var hvernig ég myndi tækla það ef barnsmóðir mín yrði ekki edrú.

Yngri dóttir okkar kom í heiminn í desember og mér til óvæntrar ánægju leyft að taka hana heim. Ég varð svo sannfærður um að hún yrði tekin af okkur.

Öfáum vikum síðar féll barnsmóðir mín og þá reyndi á að fylgja planinu sem ég hafði gert einfaldlega til þess að eiga möguleika á að halda dóttur minni hjá mér. Það var ekki sjálfsagt og ég þurfti svo sannarlega að berjast fyrir henni. Hún var að vísu tekin tímabundin af mér vegna sögu minnar og það reyndist mér erfitt en ég valdi að berjast fyrir barninu mínu. Ég flutti í kjölfarið í kjallaraíbúð á vistheimili barnaverndarnefndar og bjó þar í hálft ár. Þar fékk ég þann stuðning sem ég þurfti til að komast út í lífið með hana en ég var varanlega sviptur forsjá eldri stelpunnar. Mamma þeirra náði sér aldrei á beinu brautina en hún lést árið 2013 og tók því miður aldrei þátt í lífi dætra okkar. En svona er þessi sjúkdómur. Hann tekur og tekur ef fólk hleypir honum að og hugsar ekki um batann sinn.“

Viðtalið í heild má lesa í helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun