fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Ein af þremur McDonalds-konunum sem Ronaldo leitar að stígur fram

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 20. september 2019 09:13

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo, einn besti íþróttamaður allra tíma er ekki vanur að veita viðtöl þar sem rætt er um annað en fótbolta. Ronaldo settist hins vegar niður með Piers Morgan, á ITV í vikuni. Þar ræðir Ronaldo um allt sem hann hefur gengið í gegnum.

Hann ræddi fátækt á unga aldri þegar hann fór frá fjölskyldu sinni til að spila fyrir Sporting Lisbon, hann hafði lítið á milli handanna og bjargaði sér.

,,Seint að kvöldi til, þá vorum við svangir. McDonalds var þarna við hlið vallarins, við fórum alltaf og spurðum hvort þær ættu hamborgara,“ sagði Ronaldo.

,,Edna og tvær aðrar stelpur voru frábærar við okkur. Ég vona að þetta viðtal hjálpi mér að finna þær, ég vil borga þeim til baka.“

Nú hefur ein af þessum konum stigið fram. ,,Þeir komu alltaf og báðu um hamborgara sem voru eftir,“ sagði Paula Lace.

,,Einn af þeim var Cristiano Ronaldo, hann kom oftast af þeim. Þetta gerðist nánast á hverju kvöldi, ég hafði sagt syni mínum þetta en hann trúði því ekki.“

,,Ef Ronaldo myndi bjóða mér í kvöldmat, þá færi ég alltaf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United getur valið á milli þriggja leikmanna

United getur valið á milli þriggja leikmanna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern