fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
433Sport

Evrópusæti tvö ár í röð í fyrsta sinn frá 2013: Samt er starf Ágústar í hættu

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 19. september 2019 11:22

Ágúst Gylfason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hafa verið háværar sögusagnir í gangi um þjálfarastöðuna í græna hluta Kópavogs, margir eru orðaðir við starfið sem Ágúst Gylfason hefur nú. Ágúst er að klára annað ár sitt í starfi en gæti fengið rauða spjaldið í lok þess. Blikar hafa tryggt sér Evrópusæti í Pepsi Max-deildinni í ár.

Heimir Guðjónsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Ólafur Jóhannesson eru allir nefndir til sögunnar, sem þjálfari Blika á næstu leiktíð.

Ágúst hefur tryggt Blikum Evrópusæti annað árið í röð, það hefur ekki gerst í Breiðablik síðan 2013.

Liðið náði þá Evrópusæti 2012 og 2013. Það var þá í annað sinn í sögu félagsins sem Breiðablik tók Evrópusæti tvö ár í röð. Hitt skiptið var 2009 og 2010, þá urðu Blikar bikar og Íslandsmeistarar. Sem eru einu titlarnir í sögu félagsins.

Að tryggja Evrópusæti, tryggir fjármagn fyrir Breiðablik og Ágúst hefur því góð spil á hendi þegar fundað verður um framtíð hans.

Ágúst hefur svarað fyrir þessar sögusagnir, hann veit af þeim. ,,Ég les stundum fjölmiðlana líka og les Fótbolta.net og 433.is og ég hef orðið var við það en ég er ánægður í Breiðablik og við sjáum svo hvað setur. Miðað við árangurinn sem við erum að setja þá er ég bara sáttur. Ég er með samning áfram en við erum með klásúlu í samning í báðar áttir þannig við klárum þetta season og tökum stöðuna hvort menn séu ekki sáttir,“ sagði Ágúst í lok ágúst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gary Neville telur að þetta sé stærsta vandamál Chelsea

Gary Neville telur að þetta sé stærsta vandamál Chelsea
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United og Arsenal vilja bæði enska landsliðsmanninn

United og Arsenal vilja bæði enska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sancho skráði sig á spjöld sögunnar um helgina – „Súrsætt“

Sancho skráði sig á spjöld sögunnar um helgina – „Súrsætt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Slæm tíðindi fyrir Vestra

Slæm tíðindi fyrir Vestra